Birgir Leifur væntanlega úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson á litla sem enga möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á Alfred Dunhill mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku. Birgir lék reyndar annan hringinn á 70 höggum í morgun (-2) en var á sjö undir í gær og það var honum dýrkeypt.