Nú í hádeginu voru bestu leikmenn, besti þjálfari og dómari í fyrstu átta umferðum Iceland Express deildar karla verðlaunaðir.
Besti leikmaðurinn var valinn Bobby Walker, leikmaður Keflavíkur, en ásamt honum var Jón Nordal Hafsteinsson félagi hans úr Keflavík í úrvalsliði fyrstu átta umferðanna.
Einnig voru þeir Páll Axel Vilbergsson, Grindavík, Óðinn Ásgeirsson, Þór og Dimitar Karadzovski, Stjörnunni, í úrvalsliðinu.
Sigurður Ingimundarson, Keflavík, var valinn besti þjálfarinn og Sigmundur Már Herbertsson besti dómarinn.
Viðtal við þá Walker og Sigurð er að vænta á Vísi.