Æsingur í Mannamáli 30. nóvember 2007 11:12 Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun
Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER.