Æsingur í Mannamáli 30. nóvember 2007 11:12 Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun
Það verður fjörlegt um að litast í þætti mínum, Mannamáli, næstkomandi sunnudagskvöld. Þingflokksformennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Ögmundur Jónasson munu takast á um þingsköp og þar á meðal ræðutíma alþingismanna en himinn og haf skilur þau að í þessum efnum. Það verður líka gaman að ræða við Ögmund um lífið í stjórnarandstöðunni með Framsókn - og við Arnbjörgu um lífið í stjórninni á tímum Össurarbloggsins. Þetta verður hasar. Bjarni Ármannsson athafnamaður verður líka gestur minn. Rei-málið á mannamáli. Hver er hans sýn á þessa pólitísku afferu? Hvað gerðist raunveruilega á bak við tjöldin? Svo kemur drottning sakamálasögunnar til mín, Yrsa Sigurðardóttir sem er farin að kroppa í vinsældir Arnalds á toppi metsölulistanna. Ég gleymi ekki bókarýni Gerðar Kristnýjar. Sumsé, fjölbreytt og fjörlegt. -SER.