Barnaníðingar með öðruvísi heila 29. nóvember 2007 14:52 Dr. Cantor segir að þó barnaníðingar stjórni ekki löngunum sínum, geti þeir stjórnað því hvað þeir gera. MYND/Getty Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Rannsóknin er gerð af Centre for Addiction and Mental Health í Toronto í Kanada og birtist í Journal of Psychiatry Research. Hún kemur í kjölfar rannsóknar vísindamanna við Yale háskóla, þar sem fram kom mismunur á hugsanamynstri barnaníðinga og heilbrigðra einstaklinga. Forstöðumaður rannsóknarinnar, Dr James Cantor, sagði að rannsóknin benti til þess að barnaníðingana skorti töluvert á hvítuvef sem tengdi saman sex mismunandi svæði í heilanum sem öll spiluðu rullu í kynferðislegri örvun. Kenning hans er sú að skortur á tengingum í heila valdi því að mennirnir geti ekki greint almennilega á milli þess sem væri viðeigandi og óviðeigandi þegar kemur að því hvað örvar þá kynferðislega. Hingað til hefur verið talið að barnahneigð tengist áfalli í æsku eða misnotkun. Hún hefur einnig verið tengd við lága greindarvísitölu, sem bendir til að tengsl séu við þróun heila. Barnaníðingar eru einnig þrisvar sinnum líklegri til að vera örvhentir en aðrir. Dr. Cantor lagði áherslu á að rannsóknin benti ekki til þess að ekki ætti að sækja barnaníðinga til saka fyrir verknað sinn. ,,Þó þú getir ekki valið hvað vekur áhuga þinn kynferðislega þýðir það ekki að þú getir ekki valið hvað þú gerir." sagði Dr. Cantor. Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Rannsóknin er gerð af Centre for Addiction and Mental Health í Toronto í Kanada og birtist í Journal of Psychiatry Research. Hún kemur í kjölfar rannsóknar vísindamanna við Yale háskóla, þar sem fram kom mismunur á hugsanamynstri barnaníðinga og heilbrigðra einstaklinga. Forstöðumaður rannsóknarinnar, Dr James Cantor, sagði að rannsóknin benti til þess að barnaníðingana skorti töluvert á hvítuvef sem tengdi saman sex mismunandi svæði í heilanum sem öll spiluðu rullu í kynferðislegri örvun. Kenning hans er sú að skortur á tengingum í heila valdi því að mennirnir geti ekki greint almennilega á milli þess sem væri viðeigandi og óviðeigandi þegar kemur að því hvað örvar þá kynferðislega. Hingað til hefur verið talið að barnahneigð tengist áfalli í æsku eða misnotkun. Hún hefur einnig verið tengd við lága greindarvísitölu, sem bendir til að tengsl séu við þróun heila. Barnaníðingar eru einnig þrisvar sinnum líklegri til að vera örvhentir en aðrir. Dr. Cantor lagði áherslu á að rannsóknin benti ekki til þess að ekki ætti að sækja barnaníðinga til saka fyrir verknað sinn. ,,Þó þú getir ekki valið hvað vekur áhuga þinn kynferðislega þýðir það ekki að þú getir ekki valið hvað þú gerir." sagði Dr. Cantor.
Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira