Veikur dollar skaðar Airbus 22. nóvember 2007 22:36 Dáðst að líkani af A380 risaþotunni frá Airbus. Mynd/AFP Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Gengi bandaríkjadals fór í metlægðir gagnvart evru í dag. Airbus hefur staðið í viðamikilli og erfiðri hagræðingu innan sinna veggja sökum afleitrar afkomu í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar og sagt upp 10.000 manns. Fyrsta risaþotan var afhent Singapore Airlines fyrir nokkru, rúmum tveimur árum á eftir áætlun en allt stefnir í að vel gangi í framleiðslunni á næsta ári. Veiking bandaríkjadals gæti hins vegar sett strik í reikninginn, að sögn Enders en allt stefnir í að félagið muni skila 776 milljóna evra tapi á þriðja ársfjórðungi samanborið við tap upp á 189 milljón evrur á sama tíma í fyrra. Þá eru líkur á að fyrirtækið skili árinu á sléttu, sem þýðir að það skilar hvorki hagnaði né tapi þegar upp verður staðið, að sögn breska ríkisútvarpsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Gengi bandaríkjadals fór í metlægðir gagnvart evru í dag. Airbus hefur staðið í viðamikilli og erfiðri hagræðingu innan sinna veggja sökum afleitrar afkomu í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar og sagt upp 10.000 manns. Fyrsta risaþotan var afhent Singapore Airlines fyrir nokkru, rúmum tveimur árum á eftir áætlun en allt stefnir í að vel gangi í framleiðslunni á næsta ári. Veiking bandaríkjadals gæti hins vegar sett strik í reikninginn, að sögn Enders en allt stefnir í að félagið muni skila 776 milljóna evra tapi á þriðja ársfjórðungi samanborið við tap upp á 189 milljón evrur á sama tíma í fyrra. Þá eru líkur á að fyrirtækið skili árinu á sléttu, sem þýðir að það skilar hvorki hagnaði né tapi þegar upp verður staðið, að sögn breska ríkisútvarpsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira