Útlitið svart Guðjón Helgason skrifar 17. nóvember 2007 18:30 Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009. Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009.
Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira