Útlitið svart Guðjón Helgason skrifar 17. nóvember 2007 18:30 Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira