Vilja koma í veg fyrir aðra undirmálslánakrísu 16. nóvember 2007 09:43 Hús til sölu í Bandaríkjunum. Bandaríkjaþing hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér hertara eftirlit með fasteignalánafyrirtækjum. Mynd/AFP Bandarískir þingmenn hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fjármálakrísa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endurtaki sig. Rót krísunnar liggur í auknum vanskilum á svokölluðum undirmálslánum, sem veitt eru einstaklingum með lélegt lánshæfi og litla greiðslugetu. Þau fylgja stýrivaxtastigi bandaríska seðlabankans, sem þýðir að fyrir um þremur árum voru vextirnir afar lágir en hafa farið stighækkandi í samræmi við vaxtaþróun bankans. Af þessum sökum þykja þau afar áhættusöm og þung í vöfum fyrir einstaklinga með lítið umleikis. Lækkun stýrivaxta vestanhafs upp á síðkastið hefur ekki síst falist í því að gera einstaklingum sem þessum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum. Þá hefur spilað inn í kólnun á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum sem hefur hægt með á veltu með fasteignir og lækkun verðs. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að útlánareglur fyrirtækjanna eru hertar til muna og þurfa þau að tryggja að lántakendur geti greitt af lánum sínum. Bandarísk fasteignalánafyrirtæki hafa gagnrýnt frumvarpið og segja það geta bæði komið illa niður á fyrirtækjunum auk þess sem það komi í veg fyrir að einstaklingar með litla greiðslugetu geti keypt sér húsnæði. Frumvarpið hefur enn ekki verið lagt fyrir öldungadeild bandaríska þingsins en breska ríkisútvarpið hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að líklega muni það sæta harðri gagnrýni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fjármálakrísa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endurtaki sig. Rót krísunnar liggur í auknum vanskilum á svokölluðum undirmálslánum, sem veitt eru einstaklingum með lélegt lánshæfi og litla greiðslugetu. Þau fylgja stýrivaxtastigi bandaríska seðlabankans, sem þýðir að fyrir um þremur árum voru vextirnir afar lágir en hafa farið stighækkandi í samræmi við vaxtaþróun bankans. Af þessum sökum þykja þau afar áhættusöm og þung í vöfum fyrir einstaklinga með lítið umleikis. Lækkun stýrivaxta vestanhafs upp á síðkastið hefur ekki síst falist í því að gera einstaklingum sem þessum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum. Þá hefur spilað inn í kólnun á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum sem hefur hægt með á veltu með fasteignir og lækkun verðs. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að útlánareglur fyrirtækjanna eru hertar til muna og þurfa þau að tryggja að lántakendur geti greitt af lánum sínum. Bandarísk fasteignalánafyrirtæki hafa gagnrýnt frumvarpið og segja það geta bæði komið illa niður á fyrirtækjunum auk þess sem það komi í veg fyrir að einstaklingar með litla greiðslugetu geti keypt sér húsnæði. Frumvarpið hefur enn ekki verið lagt fyrir öldungadeild bandaríska þingsins en breska ríkisútvarpið hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að líklega muni það sæta harðri gagnrýni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent