Birgir Leifur: Ánægður með byrjunina á mótinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 15:21 Birgir Leifur var sáttur við árangurinn í dag. Mynd/Elísabet Birgir Leifur Hafþórsson segist vera ánægður með byrjun hans á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en hann lék á einu höggi undir pari í dag. „Þetta gekk alveg ágætlega í dag. Ég var nokkuð stöðugur í mínum leik og gekk spilið þokkalega vel,“ sagði hann. Hann fékk þrjá skolla í dag og fjóra fugla. „Ég lenti svo sem í engum stórvandræðum. Ég þurfti reyndar að taka víti einu sinni þar sem ég valdi vitlausa kylfu og sló of stutt. Púttin voru í góðu lagi og á meðan svo er setur það minni pressu á langa spilið. Ég er því mjög sáttur.“ Alls hófu 156 kylfingar leik í dag en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur er í 30.-58. sæti eftir keppni dagsins og stendur því ágætlega að vígi. Hann hefur áður staðið í þessum sporum og nýtur reynslunnar nú. „Það er ekki spurning að reynsla mín af þessum mótum kemur til með að hjálpa mér mikið. Ég hef gengið í gegnum þetta allt áður. Það er auðvitað einhver spenna sem fylgir enda væri annað óeðlilegt.“ Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson segist vera ánægður með byrjun hans á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en hann lék á einu höggi undir pari í dag. „Þetta gekk alveg ágætlega í dag. Ég var nokkuð stöðugur í mínum leik og gekk spilið þokkalega vel,“ sagði hann. Hann fékk þrjá skolla í dag og fjóra fugla. „Ég lenti svo sem í engum stórvandræðum. Ég þurfti reyndar að taka víti einu sinni þar sem ég valdi vitlausa kylfu og sló of stutt. Púttin voru í góðu lagi og á meðan svo er setur það minni pressu á langa spilið. Ég er því mjög sáttur.“ Alls hófu 156 kylfingar leik í dag en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur er í 30.-58. sæti eftir keppni dagsins og stendur því ágætlega að vígi. Hann hefur áður staðið í þessum sporum og nýtur reynslunnar nú. „Það er ekki spurning að reynsla mín af þessum mótum kemur til með að hjálpa mér mikið. Ég hef gengið í gegnum þetta allt áður. Það er auðvitað einhver spenna sem fylgir enda væri annað óeðlilegt.“
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira