Umferðaröngþveiti um allt Frakkland Guðjón Helgason skrifar 15. nóvember 2007 12:19 Troðið er í þeim lestum sem þó ganga í Frakklandi. MYND/AP Samgöngukerfi Frakklands er lamað annan daginn í röð vegna verkfalls hjá starfsmönnum almenningssamgöngufyrirtækja. Umferðaröngþveiti er mikið og kannanir sýna að meirihluti Frakka hefur enga samúð með þeim sem lagt hafa niður vinnu. Vegna verkfallsins hafa margir Frakkar þurft að fresta löngu skipulögðum ferðum milli landshluta og Parísarbúar orðið að ganga eða hjóla til vinnu - sem þykir ekki vænlegt í borginni. Innan við fjórðungur allra lesta í Frakklandi ganga í dag - níutíu af sjö hundruð hraðlestum og aðeins ein af hverjum fimm neðanjarðarlestum í París. Fimmtán strætisvagnar af hverjum hundrað ganga. Deilt er um þá ákvörðun Sarkozys Frakklandsforseta að skerða eftirlaunagreiðslur með nýrri lagasetningu. Vonir kviknuðu um að máli væri að leysast í gær þegar forsetinn sagði forsendur fyrir viðræðum hafa komið fram. Einhver verkalýðsfélög vildu þó ekki hefja viðræðru og því er verkfallið enn í gildi hjá mörgum þeirra. Óvíst er hvort starfsmenn hjá gas- og rafmagnsveitum halda verkfalli sínu áfram mikið lengur en þeir hafa einnig lagt niður vinnu af sömu ástæðu og lestarstjórar og strætisvagnabílstjórar. Búist er við að fleiri starfsstéttir hjá hinu opinbera í Frakklandi leggi niður vinnu á næstu vikum - og því erfiðr tíma framundan hjá Sarkozy. Hann þarf þó ekki að örvænta enn sem komið er. Kannanir sýna að meirihluti almennings styður aðgerðir hans og bölvar verkfallinu. Það getur þó breyst dragist það á langinn. Síðast þegar frönsk ríkisstjórn reyndi að breyta ákvæðum í eftirlaunalögum opinberra starfsmanna 1995 logaði allt í verkföllum í þrjár vikur og neyddist Chirac - þáverandi forseti - til að breyta áæltunum sínum þó stuðningur við hann hafi verið mikill í fyrstu. Lestarstjórar hafa einnig lagt niður vinnu í Þýskalandi í dag vegna þess að viðræður um launahækkanir hafa siglt í strand. Áætlað er að verkfallið standi í minnst tvo sólahringa. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Samgöngukerfi Frakklands er lamað annan daginn í röð vegna verkfalls hjá starfsmönnum almenningssamgöngufyrirtækja. Umferðaröngþveiti er mikið og kannanir sýna að meirihluti Frakka hefur enga samúð með þeim sem lagt hafa niður vinnu. Vegna verkfallsins hafa margir Frakkar þurft að fresta löngu skipulögðum ferðum milli landshluta og Parísarbúar orðið að ganga eða hjóla til vinnu - sem þykir ekki vænlegt í borginni. Innan við fjórðungur allra lesta í Frakklandi ganga í dag - níutíu af sjö hundruð hraðlestum og aðeins ein af hverjum fimm neðanjarðarlestum í París. Fimmtán strætisvagnar af hverjum hundrað ganga. Deilt er um þá ákvörðun Sarkozys Frakklandsforseta að skerða eftirlaunagreiðslur með nýrri lagasetningu. Vonir kviknuðu um að máli væri að leysast í gær þegar forsetinn sagði forsendur fyrir viðræðum hafa komið fram. Einhver verkalýðsfélög vildu þó ekki hefja viðræðru og því er verkfallið enn í gildi hjá mörgum þeirra. Óvíst er hvort starfsmenn hjá gas- og rafmagnsveitum halda verkfalli sínu áfram mikið lengur en þeir hafa einnig lagt niður vinnu af sömu ástæðu og lestarstjórar og strætisvagnabílstjórar. Búist er við að fleiri starfsstéttir hjá hinu opinbera í Frakklandi leggi niður vinnu á næstu vikum - og því erfiðr tíma framundan hjá Sarkozy. Hann þarf þó ekki að örvænta enn sem komið er. Kannanir sýna að meirihluti almennings styður aðgerðir hans og bölvar verkfallinu. Það getur þó breyst dragist það á langinn. Síðast þegar frönsk ríkisstjórn reyndi að breyta ákvæðum í eftirlaunalögum opinberra starfsmanna 1995 logaði allt í verkföllum í þrjár vikur og neyddist Chirac - þáverandi forseti - til að breyta áæltunum sínum þó stuðningur við hann hafi verið mikill í fyrstu. Lestarstjórar hafa einnig lagt niður vinnu í Þýskalandi í dag vegna þess að viðræður um launahækkanir hafa siglt í strand. Áætlað er að verkfallið standi í minnst tvo sólahringa.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira