Í dag var dregið í 32-liða úrslitin í Lýsingarbikarnum í körfubolta karla og svo fór að engin lið úr Iceland Express deildinni lentu saman í umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í næstu umferð sem hefst í lok mánaðar.
Fyrst var dregið hvaða átta neðrideildarlið lentu saman í forkeppninni og þar fyrir neðan má sjá niðurröðun í 32-liða úrslit.
Forkeppnin:
ÍBV - Hamar b
Fjölnir b - Keflavík b
Leiknir - Breiðablik b
Snæfell b - KV (Knattspyrnufélag Vesturbæjar)
32 liða úrslit:
Hrunamenn - Grindavík
Valur - Hamar
Reynir S. - FSu
Ármann/Þróttur - Skallagrímur
ÍBV/Hamar b - Keflavík
Fjölnir b/Keflavík b - Þór Ak.
KR b - Fjölnir
Leiknir/Breiðablik b - Þór Þ.
Mostri - ÍR
Snæfell b/KV - Höttur
Valur b - Njarðvík