Calzaghe hirti öll beltin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2007 13:47 Joe Calzaghe fagnaði sigrinum ógurlega. Nordic Photos / Getty Images Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“ Box Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Joe Calzaghe vann Danann Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær og er þar með orðinn handhafi allra titlanna í ofurmillivigt. Með sigrinum varði hann WBO-titilinn sinn í 21. skiptið en Kessler lagði undir WBA- og WBC-titlana sína. Calzaghe vann á stigum (117-111, 116-112, 116-112) og er óumdeilanlega besti hnefaleikakappinn í þessum þyngdarflokki í dag. Calzaghe byrjaði fremur rólega en náði yfirhöndinni um miðbik bardagans. Á endanum voru allir dómararnir á hans bandi og vann hann þar með sinn 44. bardaga á ferlinum. Báðir voru þeir ósigraðir þegar þeir mættust í gær. Nú er líklegt að Calzaghe hætti að berjast í þessum flokki en hann hefur sent skýr skilaboð til þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones yngri. Hann vill mæta þeim, þá sérstaklega Hopkins, í léttþungavigt. „Þetta var ekki slæmt miðað við 35 ára gamlan mann,“ sagði Calzaghe. „Ég vissi að þetta yrði einhver erfiðasti bardagi á mínum ferli. Kessler er frábær íþróttamaður sem er á toppi síns ferils. En ég er stoltur af mínu framlagi en pabbi minn og umboðsmaður, Frnak Warren, komu þessu öllu saman fyrir mig.“ Calzaghe hefur nú varið meistaratitil sinn í áratug og hefur á þeim tíma verið handhafi fjögurra stórtitla. „Hvað er eiginlega eftir? Ég vil láta grafa upp alla þessa gaura - Roy Jones, Bernard Hopkins. Ég er klár.“ „Ég held að ég hafi sýnt þeim vestan hafs hvað í mér býr. Ég ætla mér að berjast í eitt ár í viðbót og vonandi kemur Hopkins úr felum.“
Box Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira