Þingkosningum frestað Guðjón Helgason skrifar 4. nóvember 2007 11:56 Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði. Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði.
Erlent Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira