Þingkosningum frestað Guðjón Helgason skrifar 4. nóvember 2007 11:56 Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira