Ævintýraleg sigurkarfa Helga tryggði KR sigur 1. nóvember 2007 20:55 Helgi Magnússon tryggði KR ótrúlegan sigur á Njarðvík í kvöld KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik. Dominos-deild karla Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira