Keflvíkingar með fullt hús 28. október 2007 21:28 Keflvíkingar hafa byrjað vel í vetur þrátt fyrir hrakspár Mynd/Daníel Keflvíkingar eru eina taplausa liðið í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir góðan útisigur á grönnum sínum í Njarðvík í kvöld 78-63. Fjórir leikir fóru fram í kvöld en fjórðu umferð lýkur annað kvöld. Tommy Johnson og Bobby Walker skoruðu 18 stig hvor fyrir Keflavík í kvöld, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 9 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Jón N. Hafsteinsson skoraði 8 stig og hirti 8 fráköst. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 15 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Tindastóll vann góðan útisigur á Fjölni í Grafarvogi 94-91 og hafa Stólarnir byrjað vel í deildinni og sigrað í þremur af fjórum leikjum sínum. Íslandsmeistarar KR gerðu góða ferð á Akureyri og skelltu Þórsurum 100-91. Darri Hilmarsson var stigahæstur hjá gestunum með 25 stig, Joshua Helm skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Andrew Fogel skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst. Hjá Þór var Cedric Isom atkvæðamestur með 30 stig, hirti 9 fráköst og stal 7 boltum, Magnús Helgason skoraði 16 stig, Luka Marolt 13 stig og Óðinn Ásgeirsson skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst. Þá vann Snæfell loksins leik með því að leggja Stjörnuna í Stykkishólmi 101-86. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá heimamönnum með 25 stig og 9 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson skoraði 22 stig og hirti 7 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 20 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hann hitti auk þess úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. Muhamed Taci átti skínandi leik hjá Stjörnunni, skoraði 30 stig, Dimitar Karadzovski skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar og Fannar Helgason skoraði 14 stig. Keflavík er á toppnum með 8 stig eftir 4 leiki, Njarðvík, KR og Tindastóll hafa 6 stig eftir 3 leiki og Grindvíkingar geta komist í 6 stig með sigri á Hamri annað kvöld. Þá taka ÍR-ingar einnig á móti Skallagrími. Dominos-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sjá meira
Keflvíkingar eru eina taplausa liðið í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir góðan útisigur á grönnum sínum í Njarðvík í kvöld 78-63. Fjórir leikir fóru fram í kvöld en fjórðu umferð lýkur annað kvöld. Tommy Johnson og Bobby Walker skoruðu 18 stig hvor fyrir Keflavík í kvöld, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 9 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Jón N. Hafsteinsson skoraði 8 stig og hirti 8 fráköst. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 15 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Tindastóll vann góðan útisigur á Fjölni í Grafarvogi 94-91 og hafa Stólarnir byrjað vel í deildinni og sigrað í þremur af fjórum leikjum sínum. Íslandsmeistarar KR gerðu góða ferð á Akureyri og skelltu Þórsurum 100-91. Darri Hilmarsson var stigahæstur hjá gestunum með 25 stig, Joshua Helm skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Andrew Fogel skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst. Hjá Þór var Cedric Isom atkvæðamestur með 30 stig, hirti 9 fráköst og stal 7 boltum, Magnús Helgason skoraði 16 stig, Luka Marolt 13 stig og Óðinn Ásgeirsson skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst. Þá vann Snæfell loksins leik með því að leggja Stjörnuna í Stykkishólmi 101-86. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá heimamönnum með 25 stig og 9 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson skoraði 22 stig og hirti 7 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 20 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hann hitti auk þess úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. Muhamed Taci átti skínandi leik hjá Stjörnunni, skoraði 30 stig, Dimitar Karadzovski skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar og Fannar Helgason skoraði 14 stig. Keflavík er á toppnum með 8 stig eftir 4 leiki, Njarðvík, KR og Tindastóll hafa 6 stig eftir 3 leiki og Grindvíkingar geta komist í 6 stig með sigri á Hamri annað kvöld. Þá taka ÍR-ingar einnig á móti Skallagrími.
Dominos-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sjá meira