Lækkun á flestum hlutabréfamörkuðum 22. október 2007 09:22 Bandarískur hlutabréfamarkaður sló taktinn á föstudag fyrir lækkanahrinu á hlutabréfamörkuðum í dag. Mynd/AP Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Þá óttast sumir, að öll áhrif af fasteignalánaskellinum vestanhafs séu komin í ljós. Lækkanahrinan hófst strax við opnun fjármálamarkaða í Asíu í gærkvöldi en Nikkei-vísitalan lækkaði um 2,2 prósent þegar viðskiptum lauk. Markaðir eru sömuleiðis flestir á rauðu í Evrópu en FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,5 prósent það sem af er dags, hin þýska Dax um rúm 1,3 og franska Cac 40-vísitalan hefur lækkað um 1,6 prósent. Þá fara Norðurlöndin ekki varhluta af lækkanahrinunni. Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 1,4 prósent, í Svíþjóð um 2,6 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hefur lækkað um 2,33 prósent. Skellur var á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag en þar í landi féllu hlutabréfavísitölur um rúm tvö prósent. Það markaði tuttugu ára afmæli svarta mánudagsins svokallaða í Bandaríkjunum árið 1987 þegar Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 23 prósent á einum degi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru. Þá óttast sumir, að öll áhrif af fasteignalánaskellinum vestanhafs séu komin í ljós. Lækkanahrinan hófst strax við opnun fjármálamarkaða í Asíu í gærkvöldi en Nikkei-vísitalan lækkaði um 2,2 prósent þegar viðskiptum lauk. Markaðir eru sömuleiðis flestir á rauðu í Evrópu en FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,5 prósent það sem af er dags, hin þýska Dax um rúm 1,3 og franska Cac 40-vísitalan hefur lækkað um 1,6 prósent. Þá fara Norðurlöndin ekki varhluta af lækkanahrinunni. Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 1,4 prósent, í Svíþjóð um 2,6 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hefur lækkað um 2,33 prósent. Skellur var á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag en þar í landi féllu hlutabréfavísitölur um rúm tvö prósent. Það markaði tuttugu ára afmæli svarta mánudagsins svokallaða í Bandaríkjunum árið 1987 þegar Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 23 prósent á einum degi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira