Meintir höfuðpaurar í smyglskútumálinu voru saman í Amsterdam 19. október 2007 16:20 Meintir höfuðpaurar voru saman í Amsterdam mánuði áður en dópið var tekið á Fáskrúðsfirði. Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson, sem taldir eru vera höfuðpaurar í smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru saman í Amsterdam mánuði áður en lögreglan lagði hald á 40 kíló af fíkniefnum í höfninni á Fáskrúðsfirði. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Einar Jökull fór til Kaupmannahafnar um miðjan ágúst og hitti Bjarna þar nokkrum dögum síðar. Þeir fóru saman til Amsterdam í Hollandi og dvöldu þar í tvo daga. Heimildir Vísis herma að þar hafi farið fram kaup á þeim efnum sem síðar voru gerð upptæk á Fáskrúðsfirði. Bjarni hélt síðan heim til Íslands en Einar Jökull dvaldi áfram í Kaupmannahöfn þar sem hann hitti smyglskútumennina tvo, Guðbjarna Traustason og Alvar Óskarsson. Hann fór síðan með þeim til bróður síns Loga Freys Einarssonar til Noregs. Eftir það skildu leiðir Eins og Vísir hefur áður greint frá fylgist íslenska og danska lögreglan afar vel með ferðum hinna grunuðu í málinu. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem handteknir voru á smyglskútunni 20. september síðastliðinn, voru undir stífu eftirliti íslenskra og danskra lögreglumanna á mánaðarlöngu ferðalagi þeirra frá miðjum ágúst þar til þeir voru handteknir. Það ferðalag tvímenninganna náði til Danmerkur, Noregs, Hjaltlandseyja, Danmerkur, tíu daga stoppi í Færeyjum og loks til Fáskrúðsfjarðar. Í Færeyjum gistu Guðbjarni og Alvar hjá Birgi Páli Marteinssyni. Þeir skildu eftir tvo kíló af amfetamíni hjá Birgi og var hann handtekinn fljótlega eftir að tvímenninganrir létu úr höfn. Pólstjörnumálið Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson, sem taldir eru vera höfuðpaurar í smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru saman í Amsterdam mánuði áður en lögreglan lagði hald á 40 kíló af fíkniefnum í höfninni á Fáskrúðsfirði. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum. Einar Jökull fór til Kaupmannahafnar um miðjan ágúst og hitti Bjarna þar nokkrum dögum síðar. Þeir fóru saman til Amsterdam í Hollandi og dvöldu þar í tvo daga. Heimildir Vísis herma að þar hafi farið fram kaup á þeim efnum sem síðar voru gerð upptæk á Fáskrúðsfirði. Bjarni hélt síðan heim til Íslands en Einar Jökull dvaldi áfram í Kaupmannahöfn þar sem hann hitti smyglskútumennina tvo, Guðbjarna Traustason og Alvar Óskarsson. Hann fór síðan með þeim til bróður síns Loga Freys Einarssonar til Noregs. Eftir það skildu leiðir Eins og Vísir hefur áður greint frá fylgist íslenska og danska lögreglan afar vel með ferðum hinna grunuðu í málinu. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem handteknir voru á smyglskútunni 20. september síðastliðinn, voru undir stífu eftirliti íslenskra og danskra lögreglumanna á mánaðarlöngu ferðalagi þeirra frá miðjum ágúst þar til þeir voru handteknir. Það ferðalag tvímenninganna náði til Danmerkur, Noregs, Hjaltlandseyja, Danmerkur, tíu daga stoppi í Færeyjum og loks til Fáskrúðsfjarðar. Í Færeyjum gistu Guðbjarni og Alvar hjá Birgi Páli Marteinssyni. Þeir skildu eftir tvo kíló af amfetamíni hjá Birgi og var hann handtekinn fljótlega eftir að tvímenninganrir létu úr höfn.
Pólstjörnumálið Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira