Hverjir eru mennirnir í Fáskrúðsfjarðarmálinu? Andri Ólafsson skrifar 18. október 2007 20:47 Fáskrúðsfjarðarmálið er eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fjöldi lögreglumanna hefur unnið að málinu í meira en eitt ár. Rannsóknin náði hámarki þegar hópur sérsveitarmanna gerði atlögu að seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september síðastliðinn, en skútan sigldi hingað til lands með metmagn af amfetamíni og e-pillur innanborðs. Rannsóknin hefur fyrst og fremst beinst að átta Íslendingum, þar af tveimur sem taldir eru höfðuðpaurar málsins.Þeir sem eru í gæsluvarðhaldi: Einar Jökull Einarsson: Fæddur 1980. Meintur höfuðpaur. Sá eini sem er enn í einangrun. Grunaður um að hafa skipulagt og stýrt smyglinu. Bjarni Hrafnkelsson: Fæddur 1972. Meintur höfuðpaur. Kominn í lausagæslu. Grunaður um fjármögnun og undirbúning. Hefur áður hlotið dóm fyrir sipulagningu á stórfelldu fíkniefnasmygli hingað til lands. Guðbjarni Traustason: Fæddur 1982. Sigldi skútunni til Íslands. Er sjómaður úr Sandgerði. Kominn í lausagæslu. Talinn tengjast málinu í gegnum Einar Jökul Einarsson. Marinó Einar Árnason: Fæddur 1984. Kom keyrandi á bílaleigubíl til Fáskrúðsfjarðar til móts við þá Guðbjarna og Alvar daginn sem þeir komu siglandi þangað. Kominn í lausagæslu. Birgir Páll Marteinsson: Fæddur 1982. Situr í gæsluvarðhaldi í Færeyjum. Beðinn um að taka við tveim kílóum af amfetamíni frá Guðbjarna og Alvari þegar skúta þeirra kom þar við á leið til Íslands.Þessi afplánar dóm: Alvar Óskarsson: Fæddur 1982. Góðvinur Einars Jökuls. Var í skútunni sem siglt var frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar. Hann er laus úr einangrun en hefur hafið afplánun á dómi vegna annars máls.Þessir eru lausir: Logi Freyr Einarsson: Fæddur 1976. Eldri bróðir Einars Jökuls. Greiddi hafnargjöld af skútunni Lucky Day sem siglt var til Fáskrúðsfjarðar frá Noregi fyrir tveimur árum. Talinn hafa aðstoðað við að útvega skútuna sem Guðbjarni og Alvar sigldu til Íslands. Arnar Gústafsson: Fæddur 1980. Sá síðasti til að verða handtekinn. Fór í nokkrar ferðir til Danmerkur með Einari Jökli skömmu áður en skútan hélt til Íslands drekkhlaðinn af amfetamíni og e-pillum. Var leystur úr haldi nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn. Pólstjörnumálið Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fáskrúðsfjarðarmálið er eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fjöldi lögreglumanna hefur unnið að málinu í meira en eitt ár. Rannsóknin náði hámarki þegar hópur sérsveitarmanna gerði atlögu að seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september síðastliðinn, en skútan sigldi hingað til lands með metmagn af amfetamíni og e-pillur innanborðs. Rannsóknin hefur fyrst og fremst beinst að átta Íslendingum, þar af tveimur sem taldir eru höfðuðpaurar málsins.Þeir sem eru í gæsluvarðhaldi: Einar Jökull Einarsson: Fæddur 1980. Meintur höfuðpaur. Sá eini sem er enn í einangrun. Grunaður um að hafa skipulagt og stýrt smyglinu. Bjarni Hrafnkelsson: Fæddur 1972. Meintur höfuðpaur. Kominn í lausagæslu. Grunaður um fjármögnun og undirbúning. Hefur áður hlotið dóm fyrir sipulagningu á stórfelldu fíkniefnasmygli hingað til lands. Guðbjarni Traustason: Fæddur 1982. Sigldi skútunni til Íslands. Er sjómaður úr Sandgerði. Kominn í lausagæslu. Talinn tengjast málinu í gegnum Einar Jökul Einarsson. Marinó Einar Árnason: Fæddur 1984. Kom keyrandi á bílaleigubíl til Fáskrúðsfjarðar til móts við þá Guðbjarna og Alvar daginn sem þeir komu siglandi þangað. Kominn í lausagæslu. Birgir Páll Marteinsson: Fæddur 1982. Situr í gæsluvarðhaldi í Færeyjum. Beðinn um að taka við tveim kílóum af amfetamíni frá Guðbjarna og Alvari þegar skúta þeirra kom þar við á leið til Íslands.Þessi afplánar dóm: Alvar Óskarsson: Fæddur 1982. Góðvinur Einars Jökuls. Var í skútunni sem siglt var frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar. Hann er laus úr einangrun en hefur hafið afplánun á dómi vegna annars máls.Þessir eru lausir: Logi Freyr Einarsson: Fæddur 1976. Eldri bróðir Einars Jökuls. Greiddi hafnargjöld af skútunni Lucky Day sem siglt var til Fáskrúðsfjarðar frá Noregi fyrir tveimur árum. Talinn hafa aðstoðað við að útvega skútuna sem Guðbjarni og Alvar sigldu til Íslands. Arnar Gústafsson: Fæddur 1980. Sá síðasti til að verða handtekinn. Fór í nokkrar ferðir til Danmerkur með Einari Jökli skömmu áður en skútan hélt til Íslands drekkhlaðinn af amfetamíni og e-pillum. Var leystur úr haldi nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn.
Pólstjörnumálið Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira