Teymi kaupir Landsteina Streng 11. október 2007 09:26 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, sem hefur keypt Landsteina Streng og HugAx auk þess að selda 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding. Teymi hefur keypt allt hlutafé í Landsteinum Streng ehf. og Hugi Ax ehf. Á sama tíma hefur félagið selt rúman 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding hf. Kaupverð beggja félaga er greitt með eignarhlut í Hand Holding, lánsfé og yfirteknum skuldum fyrir 2,16 milljarða króna og tæpum 1,3 milljörðum í handbæru fé. Áætluð velta Landsteina Strengs og Hugar Ax nemur samtals um 2,3 milljörðum króna og áætlaður rekstrarhagnaður fyrir gjöld nemi um 350 milljónum króna á árinu. Hjá félögunum starfa um 200 manns. Landsteinar Strengur og Hugur Ax verða hluti af samstæðureikningi Teymis hf. frá 1. október síðastliðnum, að því er segir í tilkynningu frá Teymi. Þar segir ennfremur að Teymi hafi átt 48,7 prósenta eignarhlut í Hands Holding fyrir viðskiptin en heldur eftir 14,5 prósentum en bókfært virði hans nemur 101 milljón króna. Gjaldfærsla hjá Teymi vegna Hands Holding hf. nemi 1,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi og muni ábyrgðir á skuldum Hands Holding lækka úr 7,5 milljjörðum í 2,7 milljarða. Samhliða þessum viðskiptum selur Hands Holding einnig aðrar rekstrareiningar en eftir þau viðskipti nema vaxtaberandi skuldir félagsins að frádregnu handbæru fé um þremur milljörðum króna. Í Hands Holding standa þá eftir Kerfi í Danmörku og Svíþjóð, Hands í Noregi, SCS í Bandaríkjunum og Aston Baltic í Lettlandi. Unnið er að endurfjármögnun Hands Holding. Viðskiptin koma inn í afkomutölur Teymis á þriðja ársfjórðungi sem kynntar verða á næstu dögum og valda því að vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé hækka úr 16,1 milljarði í 19,5 milljarða og verður eiginfjárhlutfall 26 prósent í stað 30 prósenta áður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Teymi hefur keypt allt hlutafé í Landsteinum Streng ehf. og Hugi Ax ehf. Á sama tíma hefur félagið selt rúman 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding hf. Kaupverð beggja félaga er greitt með eignarhlut í Hand Holding, lánsfé og yfirteknum skuldum fyrir 2,16 milljarða króna og tæpum 1,3 milljörðum í handbæru fé. Áætluð velta Landsteina Strengs og Hugar Ax nemur samtals um 2,3 milljörðum króna og áætlaður rekstrarhagnaður fyrir gjöld nemi um 350 milljónum króna á árinu. Hjá félögunum starfa um 200 manns. Landsteinar Strengur og Hugur Ax verða hluti af samstæðureikningi Teymis hf. frá 1. október síðastliðnum, að því er segir í tilkynningu frá Teymi. Þar segir ennfremur að Teymi hafi átt 48,7 prósenta eignarhlut í Hands Holding fyrir viðskiptin en heldur eftir 14,5 prósentum en bókfært virði hans nemur 101 milljón króna. Gjaldfærsla hjá Teymi vegna Hands Holding hf. nemi 1,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi og muni ábyrgðir á skuldum Hands Holding lækka úr 7,5 milljjörðum í 2,7 milljarða. Samhliða þessum viðskiptum selur Hands Holding einnig aðrar rekstrareiningar en eftir þau viðskipti nema vaxtaberandi skuldir félagsins að frádregnu handbæru fé um þremur milljörðum króna. Í Hands Holding standa þá eftir Kerfi í Danmörku og Svíþjóð, Hands í Noregi, SCS í Bandaríkjunum og Aston Baltic í Lettlandi. Unnið er að endurfjármögnun Hands Holding. Viðskiptin koma inn í afkomutölur Teymis á þriðja ársfjórðungi sem kynntar verða á næstu dögum og valda því að vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé hækka úr 16,1 milljarði í 19,5 milljarða og verður eiginfjárhlutfall 26 prósent í stað 30 prósenta áður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira