Ó Yoko! Jón Kaldal skrifar 9. október 2007 00:01 Fírað verður upp í Friðarsúlu Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Viðey í kvöld. Í fáein augnablik mun jákvæð athygli fjömiðla heimsins næra þjóðarstoltið og hlýja okkur dálítið um hjartaræturnar. Þegar heimspressan er hins vegar á brott stendur eftir sköpunarverk sem Reykvíkingar, og aðrir vegfarendur borginnar, munu hafa fyrir augunum tvo myrka vetrarmánuði á ári, auk tilfallandi annarra daga eftir samkomulagi við listakonuna. Ljósgeisli Friðarsúlunnar mun teygja sig tugi metra til himins og verða sýnilegur víða að. Þetta verk Yoko er ekki óumdeilt. Minnst hefur verið á ljósmengun og einhvers staðar kallaði einhver spekingurinn eftir því að það færi í umhverfismat. Slíkt taut var fyrirsjáanlegt. Mannvirki sem setja sterkan svip á umhverfi sitt eiga það til að vera umdeild, þótt með tíð og tíma verði þau gjarnan órofa hluti af borgarlandslaginu. Þetta var til dæmis tilfellið með þrjú af þekktustu kennileitum höfuðborgarinnar; Perluna, Ráðhús Reykjavíkur og Hallgrímskirkju. Perlunni var fundið flest til foráttu, byggingu Ráðhúss Reykjavíkur var mótmælt af mikilli hörku og ástríðu, staðsetningin þótt til dæmis fáránleg og beinlínis ógna lífríki Tjarnarinnar, og um Hallgrímskirkju orti Steinn Steinarr fræga vísu til háðungar höfundi hennar, húsameistara ríkisins. Í dag er aftur á móti erfitt að hugsa sér Öskjuhlíð án Perlunnar, Reykjavík án Hallgrímskirkju er óhugsandi og Ráðhúsið er stolt miðborgarinnar þar sem það trónir stásslegt á Tjarnarbökkunum. Rétt er að færa líka til bókar að lífríki Tjarnarinnar er svo hraustlegt að borgaryfirvöld senda þangað mann með byssu á hverju sumri til að skjóta suma fugla sem þar vilja vera. En það er önnur saga. Þrátt fyrir stöku gagnrýnisraddir hefur Friðarsúlu Yoko Ono almennt verið mætt með opnum huga. Reykjavík er enda alls ekki of rík af svipmiklum kennileitum og verkið því kærkomin viðbót sem hægt er að spá fyrir um að muni lyfta yfirbragði borgarinnar. Og ef verkið verður borgarbúum almennur og mikill þyrnir í augum er það þannig úr garði gert að áhrif þess eru sérlega afturkræf. Það þarf ekki annað en að taka ef því rafmagnið og moka aftur ofan í holuna úti í Viðey. Friðarsúlan hefur þó alla burði til að verða eitt af þekktustu einkennum Reykjavíkur. Ekki skemmir fyrir sérdeilis fallegur boðskapur verksins og að það er til minningar um einn merkasta tónlistarmann tuttugustu aldar. Reykvíkingum er sómi að því að Yoko Ono hefur valið borgina til að geyma þetta verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Fírað verður upp í Friðarsúlu Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Viðey í kvöld. Í fáein augnablik mun jákvæð athygli fjömiðla heimsins næra þjóðarstoltið og hlýja okkur dálítið um hjartaræturnar. Þegar heimspressan er hins vegar á brott stendur eftir sköpunarverk sem Reykvíkingar, og aðrir vegfarendur borginnar, munu hafa fyrir augunum tvo myrka vetrarmánuði á ári, auk tilfallandi annarra daga eftir samkomulagi við listakonuna. Ljósgeisli Friðarsúlunnar mun teygja sig tugi metra til himins og verða sýnilegur víða að. Þetta verk Yoko er ekki óumdeilt. Minnst hefur verið á ljósmengun og einhvers staðar kallaði einhver spekingurinn eftir því að það færi í umhverfismat. Slíkt taut var fyrirsjáanlegt. Mannvirki sem setja sterkan svip á umhverfi sitt eiga það til að vera umdeild, þótt með tíð og tíma verði þau gjarnan órofa hluti af borgarlandslaginu. Þetta var til dæmis tilfellið með þrjú af þekktustu kennileitum höfuðborgarinnar; Perluna, Ráðhús Reykjavíkur og Hallgrímskirkju. Perlunni var fundið flest til foráttu, byggingu Ráðhúss Reykjavíkur var mótmælt af mikilli hörku og ástríðu, staðsetningin þótt til dæmis fáránleg og beinlínis ógna lífríki Tjarnarinnar, og um Hallgrímskirkju orti Steinn Steinarr fræga vísu til háðungar höfundi hennar, húsameistara ríkisins. Í dag er aftur á móti erfitt að hugsa sér Öskjuhlíð án Perlunnar, Reykjavík án Hallgrímskirkju er óhugsandi og Ráðhúsið er stolt miðborgarinnar þar sem það trónir stásslegt á Tjarnarbökkunum. Rétt er að færa líka til bókar að lífríki Tjarnarinnar er svo hraustlegt að borgaryfirvöld senda þangað mann með byssu á hverju sumri til að skjóta suma fugla sem þar vilja vera. En það er önnur saga. Þrátt fyrir stöku gagnrýnisraddir hefur Friðarsúlu Yoko Ono almennt verið mætt með opnum huga. Reykjavík er enda alls ekki of rík af svipmiklum kennileitum og verkið því kærkomin viðbót sem hægt er að spá fyrir um að muni lyfta yfirbragði borgarinnar. Og ef verkið verður borgarbúum almennur og mikill þyrnir í augum er það þannig úr garði gert að áhrif þess eru sérlega afturkræf. Það þarf ekki annað en að taka ef því rafmagnið og moka aftur ofan í holuna úti í Viðey. Friðarsúlan hefur þó alla burði til að verða eitt af þekktustu einkennum Reykjavíkur. Ekki skemmir fyrir sérdeilis fallegur boðskapur verksins og að það er til minningar um einn merkasta tónlistarmann tuttugustu aldar. Reykvíkingum er sómi að því að Yoko Ono hefur valið borgina til að geyma þetta verk.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun