Hamilton á ráspól Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2007 09:00 Lewis Hamilton gefur aðdáendum eiginhandaáritun í Kína í nótt. Nordic Photos / Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“ Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn