Hamilton á ráspól Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2007 09:00 Lewis Hamilton gefur aðdáendum eiginhandaáritun í Kína í nótt. Nordic Photos / Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“ Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira