Mikil pressa í Njarðvík 24. september 2007 11:29 Hörður Axel er genginn í raðir Njarðvíkinga Mynd/Heimasíða Fjölnis Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir samning við Njarðvík og leikur með liðinu í vetur. Hörður hefur leikið með Fjölni undanfarin ár og hlakkar til að takast á við pressuna sem fylgir því að spila með þeim grænu. "Ég er náttúrulega búinn að vera í Fjölni alla mína tíð og leið vel þar, en mig langaði að breyta til.," sagði Hörður í samtali við Vísi. Okkur í Grafarvoginum finnst við svosem alltaf vera með í baráttunni en mannskapurinn í Njarðvík var það sem réði því að ég sló til," sagði Hörður um ákvörðun sína að ganga í raðir Njarðvíkinga. Honum líst vel á Teit Örlygsson sem þjálfara. "Teitur var auðvitað maður sem maður leit upp til sem leikmaður. Hann er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna hérna heima," sagði Hörður. Hann segir mannskapinn hjá Njarðvík hafa gert útslagið þegar kom að því að velja sér lið. "Það voru nokkur lið sem settu sig í samband við mig en ég þekki þessa stráka hjá Njarðvík mjög vel frá því með landsliðunum. Ég er að koma til Njarðvíkur til að stjórna spilinu og það verður eflaust pressa á manni að koma þarna. Áhorfendur og stuðningsmenn liðsins sætta sig ekki við neitt annað en að vinna titilinn. Þú sérð það að í fyrra vinnur liðið 18 leiki í röð á tímabilinu en missir af Íslandsmeistaratitlinum og það er talið lélegt tímabil," sagði Hörður og hló. Hann verður með opinn samning hjá Njarðvíkingum og fær því að yfirgefa liðið ef hann fær tilboð. Hann á þó ekki von á því. "Ég hugsa að ég fari ekkert út í vetur nema eitthvað lið myndi reka leikstjórnandann sinn á miðju tímabili. Ég á þó ekki von á því að þau fari að taka inn einhvern 18 ára gutta til að fylla það skarð, en það gerist bara ef það gerist. Ég er fyrst og fremst ánægður með að mín mál skuli loksins vera komin á hreint," sagði Hörður. Dominos-deild karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir samning við Njarðvík og leikur með liðinu í vetur. Hörður hefur leikið með Fjölni undanfarin ár og hlakkar til að takast á við pressuna sem fylgir því að spila með þeim grænu. "Ég er náttúrulega búinn að vera í Fjölni alla mína tíð og leið vel þar, en mig langaði að breyta til.," sagði Hörður í samtali við Vísi. Okkur í Grafarvoginum finnst við svosem alltaf vera með í baráttunni en mannskapurinn í Njarðvík var það sem réði því að ég sló til," sagði Hörður um ákvörðun sína að ganga í raðir Njarðvíkinga. Honum líst vel á Teit Örlygsson sem þjálfara. "Teitur var auðvitað maður sem maður leit upp til sem leikmaður. Hann er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna hérna heima," sagði Hörður. Hann segir mannskapinn hjá Njarðvík hafa gert útslagið þegar kom að því að velja sér lið. "Það voru nokkur lið sem settu sig í samband við mig en ég þekki þessa stráka hjá Njarðvík mjög vel frá því með landsliðunum. Ég er að koma til Njarðvíkur til að stjórna spilinu og það verður eflaust pressa á manni að koma þarna. Áhorfendur og stuðningsmenn liðsins sætta sig ekki við neitt annað en að vinna titilinn. Þú sérð það að í fyrra vinnur liðið 18 leiki í röð á tímabilinu en missir af Íslandsmeistaratitlinum og það er talið lélegt tímabil," sagði Hörður og hló. Hann verður með opinn samning hjá Njarðvíkingum og fær því að yfirgefa liðið ef hann fær tilboð. Hann á þó ekki von á því. "Ég hugsa að ég fari ekkert út í vetur nema eitthvað lið myndi reka leikstjórnandann sinn á miðju tímabili. Ég á þó ekki von á því að þau fari að taka inn einhvern 18 ára gutta til að fylla það skarð, en það gerist bara ef það gerist. Ég er fyrst og fremst ánægður með að mín mál skuli loksins vera komin á hreint," sagði Hörður.
Dominos-deild karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum