KR bikarmeistari kvenna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2007 16:01 Olga Færseth, fyrirliði KR, með sigurlaunin í dag. Mynd/E. Stefán KR varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að KR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum með skömmu millibili komust Keflvíkingar nánast aldrei aftur í takt við leikinn. Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins en Hrefna Huld Jóhannesdóttir hin tvö. Fylgst var með leiknum hér á Vísi. Byrjunarlið Keflavíkur: 1 Jelena Petrovic, 2 Inga Lára Jónsdóttir, 3 Björg Ásta Þórðardóttir, 4 Björg Magnea Ólafs, 5 Anna Rún Jóhannsdóttir, 6 Guðný Petrína Þórðardóttir, 7 Lilja Íris Gunnarsdóttir, 8 Beth Anna Ragdale, 9 Danka Podovac, 10 Una Matilda Harkin og 11 Vesna Smiljkovic. Bikarmeistarar KR 2007.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið KR: 1 Íris Dögg Gunnarsdóttir, 2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 3 Olga Færseth, 4 Edda Garðarsdóttir, 5 Agnes Þóra Árnadóttir, 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, 7 Alicia Maxine Wilson, 8 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, 9 Lilja Dögg Valþórsdóttir, 10 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 11 Guðný Guðleif Einarsdóttir. 16.08 Lítið hefur gerst í leiknum hingað til en Keflvíkingar gefa síst meira eftir. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, komst í tvö ágæt færi en náði ekki að gera sér mat úr því. 16.15 Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Hún skoraði af stuttu færi í nærhornið eftir sendingu frá hægri. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti fyrirgjöfina. 16.19 Hrefna Huld kemur KR í 2-0. Aftur kom sending frá hægri kantinum, í þetta skiptið frá Fjólu Dröfn Friðriksdóttur. Hrefna Huld var ein og óvölduð og skilaði boltanum í fjærhornið með einföldu skoti. 16.23 Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði. Guðný Petrína Þórðardóttir á greinilega við meiðsli að stríða og hefur Guðrún Ólöf Olsen komið inn á í hennar stað. 16.35 KR-ingar hafa mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að mörkin tvö hafa slegið Keflvíkinga algerlega út af laginu. 16.47 Flautað hefur verið til hálfleiks í leiknum. Ekki mikið markvert gerðist síðustu mínúturnar í hálfleiknum. 17.08 Leikurinn er hafinn á ný og er nokkuð jafnræði með liðunum. 17.12 KR er komið í 3-0. Hólmfríður fékk sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og í stað þess að skjóta sjálf lagði hún boltann fyrir Hrefnu Huld sem skoraði í autt markið. 17.21 Keflvíkingar gera aðra breytingu á sínu liði. Varamaðurinn Guðrún Ólöf fer út af og skiptir við Bryndísi Bjarnadóttur. Þess má geta að hún er dóttir Bjarna Jóhannssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 17.30 KR-ingar virðast vera hvergi nærri hættir. Bæði Olga Færseth og Hrefna Huld hafa átt góð færi fyrir framan Keflavíkur markið. Þá gera bæði lið breytingar á liði sínum. Lilja Dögg Valþórsdóttir fer út af hjá KR en Valdís Rögnvaldsdóttir kemur inn á í hennar stað. Hjá Keflavík fór Danka Podovac af velli en í hennar stað kom Elísabet Sævarsdóttir. 17.32 Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag eru 757 talsins. 17.41 KR gera tvær breytingar á liði sínu. Út af fara Fjóla Dröfn og Guðný Einarsdóttir en í þeirra stað koma Anna Kristjánsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir að KR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum með skömmu millibili komust Keflvíkingar nánast aldrei aftur í takt við leikinn. Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins en Hrefna Huld Jóhannesdóttir hin tvö. Fylgst var með leiknum hér á Vísi. Byrjunarlið Keflavíkur: 1 Jelena Petrovic, 2 Inga Lára Jónsdóttir, 3 Björg Ásta Þórðardóttir, 4 Björg Magnea Ólafs, 5 Anna Rún Jóhannsdóttir, 6 Guðný Petrína Þórðardóttir, 7 Lilja Íris Gunnarsdóttir, 8 Beth Anna Ragdale, 9 Danka Podovac, 10 Una Matilda Harkin og 11 Vesna Smiljkovic. Bikarmeistarar KR 2007.Mynd/E. Stefán Byrjunarlið KR: 1 Íris Dögg Gunnarsdóttir, 2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 3 Olga Færseth, 4 Edda Garðarsdóttir, 5 Agnes Þóra Árnadóttir, 6 Hólmfríður Magnúsdóttir, 7 Alicia Maxine Wilson, 8 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, 9 Lilja Dögg Valþórsdóttir, 10 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, 11 Guðný Guðleif Einarsdóttir. 16.08 Lítið hefur gerst í leiknum hingað til en Keflvíkingar gefa síst meira eftir. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR, komst í tvö ágæt færi en náði ekki að gera sér mat úr því. 16.15 Olga Færseth skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Hún skoraði af stuttu færi í nærhornið eftir sendingu frá hægri. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir átti fyrirgjöfina. 16.19 Hrefna Huld kemur KR í 2-0. Aftur kom sending frá hægri kantinum, í þetta skiptið frá Fjólu Dröfn Friðriksdóttur. Hrefna Huld var ein og óvölduð og skilaði boltanum í fjærhornið með einföldu skoti. 16.23 Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði. Guðný Petrína Þórðardóttir á greinilega við meiðsli að stríða og hefur Guðrún Ólöf Olsen komið inn á í hennar stað. 16.35 KR-ingar hafa mikla yfirburði í leiknum og greinilegt að mörkin tvö hafa slegið Keflvíkinga algerlega út af laginu. 16.47 Flautað hefur verið til hálfleiks í leiknum. Ekki mikið markvert gerðist síðustu mínúturnar í hálfleiknum. 17.08 Leikurinn er hafinn á ný og er nokkuð jafnræði með liðunum. 17.12 KR er komið í 3-0. Hólmfríður fékk sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og í stað þess að skjóta sjálf lagði hún boltann fyrir Hrefnu Huld sem skoraði í autt markið. 17.21 Keflvíkingar gera aðra breytingu á sínu liði. Varamaðurinn Guðrún Ólöf fer út af og skiptir við Bryndísi Bjarnadóttur. Þess má geta að hún er dóttir Bjarna Jóhannssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara. 17.30 KR-ingar virðast vera hvergi nærri hættir. Bæði Olga Færseth og Hrefna Huld hafa átt góð færi fyrir framan Keflavíkur markið. Þá gera bæði lið breytingar á liði sínum. Lilja Dögg Valþórsdóttir fer út af hjá KR en Valdís Rögnvaldsdóttir kemur inn á í hennar stað. Hjá Keflavík fór Danka Podovac af velli en í hennar stað kom Elísabet Sævarsdóttir. 17.32 Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag eru 757 talsins. 17.41 KR gera tvær breytingar á liði sínu. Út af fara Fjóla Dröfn og Guðný Einarsdóttir en í þeirra stað koma Anna Kristjánsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira