Sigling smyglaranna hrein heimska 21. september 2007 18:45 Einn reyndasti skútuskipstjóri landsins segir för smyglaranna yfir hafið hreina heimsku á þessum árstíma. Hann segir eftirlit með bátaumferð betra hér á landi en alls staðar þar sem hann þekkir til í Evrópu Baldvin Björgvinsson er margfaldur Íslandsmeistari í siglinum og þaulreyndur í siglingum á úthafinu. Hann hefur siglt skútunni Bestu um langa hríð, bæði í keppni og í langferðum. Baldvin telur að sæfarendur á smyglskútunni séu reyndir og kunni að fara með tæki til að rata yfir hafið hingað til lands. Hann er þó á því að verulega vanir skútumenn haldi sig nær ströndinni en úthafinu á þessum árstíma. Hann segir að þetta ferðalag mannanna sé hrein heimska og þeir hafi án efa hreppt mjög vont veður á leiðinni. Þeir megi teljast heppnir að hafa sloppið áfallalaust yfir hafið. Skútan sem flutt var landleiðina til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði í dag er Bavaria 30 Cruising. Baldvin segir að skútur af þessari gerð séu vel búnar tækjum og geri áhöfn kleift að nota sjálfstýringu að vild. Baldvin segir að nánast útilokað sé að sigla þá vegalengd sem líklegast var farin með því að styðjast eingöngu við hjálparvélina í skútunni. Hann segir að eldsneytistankar skútunnar séu hreinlega ekki nægjanlega stórir. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sagði við Stöð 2 í dag að sólarhringseftirlit sé ekki í öllum höfnum landsins. Greiðari leið sé inn í landið fyrir smyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Baldvin segir að þrátt fyrir þetta sé eftirlit með bátaumferð og skútum betra hér en alls staðar í Evrópu þar sem hann þekkir til. Hann segir fátítt að tollverðir komi um borð í hvert sinn sem skúta kyssi legukant eins og hér er gert. Pólstjörnumálið Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Einn reyndasti skútuskipstjóri landsins segir för smyglaranna yfir hafið hreina heimsku á þessum árstíma. Hann segir eftirlit með bátaumferð betra hér á landi en alls staðar þar sem hann þekkir til í Evrópu Baldvin Björgvinsson er margfaldur Íslandsmeistari í siglinum og þaulreyndur í siglingum á úthafinu. Hann hefur siglt skútunni Bestu um langa hríð, bæði í keppni og í langferðum. Baldvin telur að sæfarendur á smyglskútunni séu reyndir og kunni að fara með tæki til að rata yfir hafið hingað til lands. Hann er þó á því að verulega vanir skútumenn haldi sig nær ströndinni en úthafinu á þessum árstíma. Hann segir að þetta ferðalag mannanna sé hrein heimska og þeir hafi án efa hreppt mjög vont veður á leiðinni. Þeir megi teljast heppnir að hafa sloppið áfallalaust yfir hafið. Skútan sem flutt var landleiðina til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði í dag er Bavaria 30 Cruising. Baldvin segir að skútur af þessari gerð séu vel búnar tækjum og geri áhöfn kleift að nota sjálfstýringu að vild. Baldvin segir að nánast útilokað sé að sigla þá vegalengd sem líklegast var farin með því að styðjast eingöngu við hjálparvélina í skútunni. Hann segir að eldsneytistankar skútunnar séu hreinlega ekki nægjanlega stórir. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sagði við Stöð 2 í dag að sólarhringseftirlit sé ekki í öllum höfnum landsins. Greiðari leið sé inn í landið fyrir smyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Baldvin segir að þrátt fyrir þetta sé eftirlit með bátaumferð og skútum betra hér en alls staðar í Evrópu þar sem hann þekkir til. Hann segir fátítt að tollverðir komi um borð í hvert sinn sem skúta kyssi legukant eins og hér er gert.
Pólstjörnumálið Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira