Stóra smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði 20. september 2007 23:31 Í þessari litlu skútu fundust 60 kíló af amfetamíni. Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem var handtekið í Danmörku verið sleppt. Um klukkan 05:00 í morgun sigldi tæplega 30 feta seglskúta inn Fáskrúðsfjörð. Um borð voru tveir menn, Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, og rúmlega 60 kíló af hvítu efni. Um var að ræða amfetamín, e-töfluduft og e-töflur. Þeir lögðu skútunni að bryggjunni og fóru í frystihúsið sem stendur skammt frá. Þar fengu þeir að hringja og spurðu í leiðinni hvort þeir væru ekki örugglega staddir á Fáskrúðsfirði. Þvi næst héldu þeir aftur um borð í skútuna. Þá lét hópur sérsveitamanna til skarar skríða en lögreglan hafði fylgst með ferðun skipverjanna og samstarfsmanna þeirra um nokkurt skeið. Skipverjarnir voru umsvifalaust handteknir ásamt þriðja manninum sem kom frá Reykjavík að taka á móti þeim á bílaleigubíl. Aðgerðum lögreglu var langt frá því að vera lokið eftir handtökurnar á Fáskrúðsfirði. Varðskip sigldi inn fjörðinn og lagðist að skútunni, kafarar köfuðu í höfninni til að kanna hvort einhverjum efnum hefði verið kastað frá borði. Þar að auki voru húsleitir og handtökur gerðar í Danmörku, Noregi og á höfðuðborgarsvæðinu. Alls höfðu tíu manns verið handteknir þegar dagurinn var liðinn. Á blaðamannafundi lofuðu forsvarsmenn lögreglunnar samstarf hinna ýmsu löggæsluaðila sem að málinu komu, hér heima og erlendis. Málið þykir mikill sigur fyrir lögregluna. Guðbjarni og Alvar, sem handteknir voru í skútunni, voru keyrðir til Reykjavíkur í lögreglubíl en flogið var til borgarinnar með manninn sem kom á bílaleigubílnum. Þeir þrír, ásamt þeim Bjarna Hrafnkelssyni og Einar Jökli Einarssyni sem handteknir voru á Höfðuborgarsvæðinu, voru allir leiddir fyrir dómara Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði mennina í gæsluvarðhald. Þeir munu dúsa í einangrun fram yfir helgi en lögregla hyggst ekki hefja yfirheyrslur yfir mönnunum fyrr en þá. Greint var frá fíkniefnafundinum á Fáskrúðsfirði í vefútgáfu danska dagblaðsins BT. Þar sagði að tveir Íslendingar hafi verið handteknir í Kaupmannahöfn vegna málsins og að þá hafi danska lögreglan einnig lagt hald á fíkniefni. Þeim hefur nú verið sleppt og er mál þeirra ekki talið tengjast smyglmálinu. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Aðgerð lögreglunnar, sem nefndist Pólstjarnan, hafði staðið yfir í langan tíma. Unnið var í samstarfi við lögregluyfirvöld í Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi, Hollandi og Noregi. Tengiliður íslensku lögreglunnar hjá Europol sá um samstarfið. Áætlað götuverðmæti efnanna nemur að minnsta kosti hálfum milljarði. Smyglskútan var flutt á föstudag, 21. september til Reykjavíkur og þar átti að fara fram nákvæmnisleit um borð. Á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var að morgni föstudags var nánar greint frá atriðum málsins og fíkniefnin höfð til sýnis. Vísir hefur heimildir fyrir því að Einar Jökull og bróðir hans Logi Freyr, sem eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi haustið 2005 komið til Fáskrúðsfjarðar á skútu sem bar nafnið Lucky Day. Skútuna skildu þeir eftir í höfninni og sóttu hana ekki fyrr en vorið 2006. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Greint frá fíkniefnafundi í dönskum fjölmiðlum Greint er frá fíkniefnafundinum á Fáskrúðsfirði í vefútgáfu danska dagblaðsins BT. Þar segir að tveir Íslendingar hafi verið handteknir í Kaupmannahöfn vegna málsins og að þá hafi danska lögreglan einnig lagt hald á fíkniefni. 20. september 2007 19:19 Umfangsmikil lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða. 20. september 2007 09:22 Stærsti fíkniefnafundur sögunnar Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2007 11:32 Verðmæti fíkniefnanna áætlað rúmur hálfur milljarður króna Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. 20. september 2007 19:26 Smyglskútan flutt til Reykjavíkur Smyglskútan á Fáskrúðsfirði verður flutt til Reykjavíkur á morgun. Heimildir Vísis herma að báturinn verði fluttur landleiðina á flutningabíl. Skútur af þessari stærð eru með þónokkuð burðarþol og ætti að vera hægðarleikur að smygla nokkur hundruð kílóum til landsins í einni ferð, miðað við að tveir séu í áhöfn. 20. september 2007 16:04 Lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn Fíkniefnafundur lögreglunnar á Fáskrúðsfirði mun ekki hafa mikil áhrif til verðhækkana á fíkniefnamarkaði til langs tíma litið að mati Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Hann segir nægt magn fíkniefna nú þegar til staðar hér á landi til að anna eftirspurn. 20. september 2007 14:40 Lögregluaðgerðum lokið á Fáskrúðsfirði Lögregluaðgerðum er lokið á Fáskrúðsfirði. Eins og Vísir greindi frá í morgun voru tveir menn handteknir sem komu með skútu á leið til hafnar í morgun. Talið er að í skútunni hafi verið tugir kílóa af fíkniefnum. Skútunnar beið aðkomubíll á bryggjunni og var ökumaður bílsins handtekinn. Að lögregluaðgerðinni komu fjölmennt lið lögreglunnar á Fáskrúðsfirði, Landhelgisgæslan, tollgæslan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra. 20. september 2007 14:34 Reyndu að smygla bæði amfetamíni og e-pillum Búið er að handtaka tíu menn í tengslum við fíkniefnamálið á Fáskrúðsfirði, fimm á Íslandi, tvo í Færeyjum, tvo í Danmörku og einn í Noregi. Allir eru Íslendingar nema einn sem er Dani. 21. september 2007 09:59 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum í dag vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Undir lok dags höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar eru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Þá hefur pari sem var handtekið í Danmörku verið sleppt. Um klukkan 05:00 í morgun sigldi tæplega 30 feta seglskúta inn Fáskrúðsfjörð. Um borð voru tveir menn, Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, og rúmlega 60 kíló af hvítu efni. Um var að ræða amfetamín, e-töfluduft og e-töflur. Þeir lögðu skútunni að bryggjunni og fóru í frystihúsið sem stendur skammt frá. Þar fengu þeir að hringja og spurðu í leiðinni hvort þeir væru ekki örugglega staddir á Fáskrúðsfirði. Þvi næst héldu þeir aftur um borð í skútuna. Þá lét hópur sérsveitamanna til skarar skríða en lögreglan hafði fylgst með ferðun skipverjanna og samstarfsmanna þeirra um nokkurt skeið. Skipverjarnir voru umsvifalaust handteknir ásamt þriðja manninum sem kom frá Reykjavík að taka á móti þeim á bílaleigubíl. Aðgerðum lögreglu var langt frá því að vera lokið eftir handtökurnar á Fáskrúðsfirði. Varðskip sigldi inn fjörðinn og lagðist að skútunni, kafarar köfuðu í höfninni til að kanna hvort einhverjum efnum hefði verið kastað frá borði. Þar að auki voru húsleitir og handtökur gerðar í Danmörku, Noregi og á höfðuðborgarsvæðinu. Alls höfðu tíu manns verið handteknir þegar dagurinn var liðinn. Á blaðamannafundi lofuðu forsvarsmenn lögreglunnar samstarf hinna ýmsu löggæsluaðila sem að málinu komu, hér heima og erlendis. Málið þykir mikill sigur fyrir lögregluna. Guðbjarni og Alvar, sem handteknir voru í skútunni, voru keyrðir til Reykjavíkur í lögreglubíl en flogið var til borgarinnar með manninn sem kom á bílaleigubílnum. Þeir þrír, ásamt þeim Bjarna Hrafnkelssyni og Einar Jökli Einarssyni sem handteknir voru á Höfðuborgarsvæðinu, voru allir leiddir fyrir dómara Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði mennina í gæsluvarðhald. Þeir munu dúsa í einangrun fram yfir helgi en lögregla hyggst ekki hefja yfirheyrslur yfir mönnunum fyrr en þá. Greint var frá fíkniefnafundinum á Fáskrúðsfirði í vefútgáfu danska dagblaðsins BT. Þar sagði að tveir Íslendingar hafi verið handteknir í Kaupmannahöfn vegna málsins og að þá hafi danska lögreglan einnig lagt hald á fíkniefni. Þeim hefur nú verið sleppt og er mál þeirra ekki talið tengjast smyglmálinu. Þá voru tveir handteknir í Færeyjum, Íslendingur og Dani, 23 og 24 ára gamlir. Í þeirri aðgerð fundust um tvö kíló af amfetamíni. Aðgerð lögreglunnar, sem nefndist Pólstjarnan, hafði staðið yfir í langan tíma. Unnið var í samstarfi við lögregluyfirvöld í Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi, Hollandi og Noregi. Tengiliður íslensku lögreglunnar hjá Europol sá um samstarfið. Áætlað götuverðmæti efnanna nemur að minnsta kosti hálfum milljarði. Smyglskútan var flutt á föstudag, 21. september til Reykjavíkur og þar átti að fara fram nákvæmnisleit um borð. Á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var að morgni föstudags var nánar greint frá atriðum málsins og fíkniefnin höfð til sýnis. Vísir hefur heimildir fyrir því að Einar Jökull og bróðir hans Logi Freyr, sem eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi haustið 2005 komið til Fáskrúðsfjarðar á skútu sem bar nafnið Lucky Day. Skútuna skildu þeir eftir í höfninni og sóttu hana ekki fyrr en vorið 2006.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Greint frá fíkniefnafundi í dönskum fjölmiðlum Greint er frá fíkniefnafundinum á Fáskrúðsfirði í vefútgáfu danska dagblaðsins BT. Þar segir að tveir Íslendingar hafi verið handteknir í Kaupmannahöfn vegna málsins og að þá hafi danska lögreglan einnig lagt hald á fíkniefni. 20. september 2007 19:19 Umfangsmikil lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða. 20. september 2007 09:22 Stærsti fíkniefnafundur sögunnar Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2007 11:32 Verðmæti fíkniefnanna áætlað rúmur hálfur milljarður króna Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. 20. september 2007 19:26 Smyglskútan flutt til Reykjavíkur Smyglskútan á Fáskrúðsfirði verður flutt til Reykjavíkur á morgun. Heimildir Vísis herma að báturinn verði fluttur landleiðina á flutningabíl. Skútur af þessari stærð eru með þónokkuð burðarþol og ætti að vera hægðarleikur að smygla nokkur hundruð kílóum til landsins í einni ferð, miðað við að tveir séu í áhöfn. 20. september 2007 16:04 Lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn Fíkniefnafundur lögreglunnar á Fáskrúðsfirði mun ekki hafa mikil áhrif til verðhækkana á fíkniefnamarkaði til langs tíma litið að mati Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Hann segir nægt magn fíkniefna nú þegar til staðar hér á landi til að anna eftirspurn. 20. september 2007 14:40 Lögregluaðgerðum lokið á Fáskrúðsfirði Lögregluaðgerðum er lokið á Fáskrúðsfirði. Eins og Vísir greindi frá í morgun voru tveir menn handteknir sem komu með skútu á leið til hafnar í morgun. Talið er að í skútunni hafi verið tugir kílóa af fíkniefnum. Skútunnar beið aðkomubíll á bryggjunni og var ökumaður bílsins handtekinn. Að lögregluaðgerðinni komu fjölmennt lið lögreglunnar á Fáskrúðsfirði, Landhelgisgæslan, tollgæslan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra. 20. september 2007 14:34 Reyndu að smygla bæði amfetamíni og e-pillum Búið er að handtaka tíu menn í tengslum við fíkniefnamálið á Fáskrúðsfirði, fimm á Íslandi, tvo í Færeyjum, tvo í Danmörku og einn í Noregi. Allir eru Íslendingar nema einn sem er Dani. 21. september 2007 09:59 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Greint frá fíkniefnafundi í dönskum fjölmiðlum Greint er frá fíkniefnafundinum á Fáskrúðsfirði í vefútgáfu danska dagblaðsins BT. Þar segir að tveir Íslendingar hafi verið handteknir í Kaupmannahöfn vegna málsins og að þá hafi danska lögreglan einnig lagt hald á fíkniefni. 20. september 2007 19:19
Umfangsmikil lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða. 20. september 2007 09:22
Stærsti fíkniefnafundur sögunnar Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2007 11:32
Verðmæti fíkniefnanna áætlað rúmur hálfur milljarður króna Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. 20. september 2007 19:26
Smyglskútan flutt til Reykjavíkur Smyglskútan á Fáskrúðsfirði verður flutt til Reykjavíkur á morgun. Heimildir Vísis herma að báturinn verði fluttur landleiðina á flutningabíl. Skútur af þessari stærð eru með þónokkuð burðarþol og ætti að vera hægðarleikur að smygla nokkur hundruð kílóum til landsins í einni ferð, miðað við að tveir séu í áhöfn. 20. september 2007 16:04
Lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn Fíkniefnafundur lögreglunnar á Fáskrúðsfirði mun ekki hafa mikil áhrif til verðhækkana á fíkniefnamarkaði til langs tíma litið að mati Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Hann segir nægt magn fíkniefna nú þegar til staðar hér á landi til að anna eftirspurn. 20. september 2007 14:40
Lögregluaðgerðum lokið á Fáskrúðsfirði Lögregluaðgerðum er lokið á Fáskrúðsfirði. Eins og Vísir greindi frá í morgun voru tveir menn handteknir sem komu með skútu á leið til hafnar í morgun. Talið er að í skútunni hafi verið tugir kílóa af fíkniefnum. Skútunnar beið aðkomubíll á bryggjunni og var ökumaður bílsins handtekinn. Að lögregluaðgerðinni komu fjölmennt lið lögreglunnar á Fáskrúðsfirði, Landhelgisgæslan, tollgæslan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra. 20. september 2007 14:34
Reyndu að smygla bæði amfetamíni og e-pillum Búið er að handtaka tíu menn í tengslum við fíkniefnamálið á Fáskrúðsfirði, fimm á Íslandi, tvo í Færeyjum, tvo í Danmörku og einn í Noregi. Allir eru Íslendingar nema einn sem er Dani. 21. september 2007 09:59