Verðmæti fíkniefnanna áætlað rúmur hálfur milljarður króna 20. september 2007 19:26 Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun. Pólstjörnumálið Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun.
Pólstjörnumálið Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira