Stærsti fíkniefnafundur sögunnar 20. september 2007 11:32 Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið. Pólstjörnumálið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið.
Pólstjörnumálið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira