Umfangsmikil lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði 20. september 2007 09:22 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða. Eins og greint var frá fyrr í morgun fór aðgerðin af stað eftir að skúta kom þar til hafnar snemma í morgun. Hennar beið aðkomubíll á bryggjunni, en að sögn sjónarvotta eystra var ökumaður hans handtekinn og settur í járn. Bryggjan var rýmd kl. 6 í morgun og hefur engum verið hleypt inn á hafnarsvæðið síðan. Síðan fór fjölmennt lið sérsveitarmanna og tollara um borð í skútuna og var hún flutt utan á varðskip, sem kom til Fáskrúðsfjarðar snemma í morgun í tengslum við aðgerðina. Þá hafa kafarar kafað í höfnina þar sem skútan var fyrst. Lögregla heldur heimamönnum frá vettvangi þannig að ekki liggur fyrir hvers lensk skútan er eða hvort fleiri hafa verið handteknir, og þaðan af síður af hverju þessi aðgerð er í gangi, því allir opinberir aðilar, sem að málinu koma, verjast allra frétta. Birgir Kristmundsson kranastjóri hjá Loðnuvinnslunni segir í samtali við Vísi að þegar hann mætti til vinnu sinnar við höfnina klukkan sex í morgun hafi honum verið vísað frá svæðinu. "Það var þarna fullt af ómerktum lögreglubílum og mannskap í kringum þessa skútu," segir Birgir. Hann vissi ekki hvers lensk skútan er þar sem engin flögg hefðu verið á henni. Gúmmíbátur frá varðskipinu er kominn út á fjörðin og virðast menn vera að leita að einhverju sem hugsanlega hefur verið hent frá borði á skútunni.Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum hér. Pólstjörnumálið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða. Eins og greint var frá fyrr í morgun fór aðgerðin af stað eftir að skúta kom þar til hafnar snemma í morgun. Hennar beið aðkomubíll á bryggjunni, en að sögn sjónarvotta eystra var ökumaður hans handtekinn og settur í járn. Bryggjan var rýmd kl. 6 í morgun og hefur engum verið hleypt inn á hafnarsvæðið síðan. Síðan fór fjölmennt lið sérsveitarmanna og tollara um borð í skútuna og var hún flutt utan á varðskip, sem kom til Fáskrúðsfjarðar snemma í morgun í tengslum við aðgerðina. Þá hafa kafarar kafað í höfnina þar sem skútan var fyrst. Lögregla heldur heimamönnum frá vettvangi þannig að ekki liggur fyrir hvers lensk skútan er eða hvort fleiri hafa verið handteknir, og þaðan af síður af hverju þessi aðgerð er í gangi, því allir opinberir aðilar, sem að málinu koma, verjast allra frétta. Birgir Kristmundsson kranastjóri hjá Loðnuvinnslunni segir í samtali við Vísi að þegar hann mætti til vinnu sinnar við höfnina klukkan sex í morgun hafi honum verið vísað frá svæðinu. "Það var þarna fullt af ómerktum lögreglubílum og mannskap í kringum þessa skútu," segir Birgir. Hann vissi ekki hvers lensk skútan er þar sem engin flögg hefðu verið á henni. Gúmmíbátur frá varðskipinu er kominn út á fjörðin og virðast menn vera að leita að einhverju sem hugsanlega hefur verið hent frá borði á skútunni.Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum hér.
Pólstjörnumálið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira