
Golf
Tiger fær 6,5 milljarða frá Gatorade

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er jafnan einn tekjuhæsti íþróttamaður heims og í dag var greint frá því að hann hefði undirritað auglýsingasamning við drykkjarvörufraleiðandann Gatorade fyrir litlar 100 milljónir dollara. Samningurinn er sagður til fimm ára og felur meðal annars í sér að framleiddur verður sérstakur drykkur í nafni kylfingsins.