Mickelson sigraði á Deutsche Bank mótinu

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson landaði í gærkvöld sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni þegar hann lauk keppni á 16 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Tiger Woods, Brett Wetterich og Arron Oberholser. Mickelson vann þarna sinn 32 sigur á PGA mótaröðinni og tryggði sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum.