Enski boltinn

Uppfært: Puerta er látinn

Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta lést í dag á Virgen del Rocio sjúkrahúsinu í Sevilla. Puerta, sem lék með knattspyrnuliði borgarinnar, hneig niður í leik við Getafe um helgina. Læknar segja að hann hafi fengið hjartaáfall.

Eftir að Puerta hneig niður hópuðust liðsfélagar og læknar að honum og virtust í miklu uppnámi. Puerta náði meðvitund og gekk óstuddur af velli. Hann hneig svo aftur niður skömmu síðar í búningsherbergi liðsins og þá þurftu læknar að lífga hann við. Puerta var svo keyrður á sjúkrahús þar sem hann lést í dag.

Antonio Puerta var 22 ára gamall og átti von á barni með unnustu sinni eftir tvo mánuði.

Forráðamenn Sevilla sögðu nú rétt í þessu að Puerta yrði fluttur á heimavöll félagsins svo að stuðningsmenn gætu vottað honum virðingu sína. Hann verður svo jarðsettur á fimmtudaginn.

Leikjum Sevilla við AEK frá Aþenu, AC Milan og Osasuna hefur öllum verið frestað.

Myndband af þessum hræðilega atburði má sjá hér . Við vörum viðkvæmar sálir við myndbandinu.

Myndband af þessum hræðilega atburði má sjá . Við vörum viðkvæmar sálir við myndbandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×