Fuglafræðingar í Bretlandi segja að dregið hafi verulega úr komum farfugla til landsins. Kenna þeir loftlagsbreytingum um.
Fuglar sem áður höfðu flogið frá Grænlandi og Síberíu og haldið til í Bretlandi yfir vetrartímann, hafa, að sögn fræðinganna, ekki ástæðu lengur til að fljúga eins langt suður á bóginn vegna þess hve veturnir á norðurslóðum hafa hlýnað.
Áður tíðir gestir eins og brandendur, stökkendur og tildrur verða því æ sjaldséðari í Bretlandi.