Fjárfestar reikna með frekari lækkun vestanhafs 16. ágúst 2007 12:38 Miðlari á Indlandi. Niðursveifla hefur verið á öllum fjármálamörkuðum í dag og gera fjárfestar í Bandaríkjunum við því að hún haldi áfram í dag. Mynd/AP Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts. Helstu vísitölur lækkuðu talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og sló taktinn fyrir lækkanahrinu á alþjóðamörkuðum í dag. Gengi Nasdaq-vísitölunnar lækkaði um tæp tvö prósent í gær og hvarf við það hækkun ársins. Countrywide Financial Corporation hefur átt við erfiðleika að etja í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði en gengi þess hefur hríðfallið síðan samdráttarins varð vart. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir stór lánafyrirtæki í þessum geira í Bandaríkjunum en nokkur hafa verið úrskurðuð gjaldþrota og önnur farið fram á greiðslustöðvun. Slæmu fréttirnar fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eru þær að Countrywide Financial varð að nýta sér ádráttarlán sem fyrirtækið hafði aflað sér sökum lélegrar stöðu. Lánið nemur 11,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði við þetta um 10,6 prósent fyrir opnun markaða vestanhafs í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts. Helstu vísitölur lækkuðu talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og sló taktinn fyrir lækkanahrinu á alþjóðamörkuðum í dag. Gengi Nasdaq-vísitölunnar lækkaði um tæp tvö prósent í gær og hvarf við það hækkun ársins. Countrywide Financial Corporation hefur átt við erfiðleika að etja í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði en gengi þess hefur hríðfallið síðan samdráttarins varð vart. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir stór lánafyrirtæki í þessum geira í Bandaríkjunum en nokkur hafa verið úrskurðuð gjaldþrota og önnur farið fram á greiðslustöðvun. Slæmu fréttirnar fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eru þær að Countrywide Financial varð að nýta sér ádráttarlán sem fyrirtækið hafði aflað sér sökum lélegrar stöðu. Lánið nemur 11,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði við þetta um 10,6 prósent fyrir opnun markaða vestanhafs í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira