Illdeila mafíufjölskyldna teygir sig til Þýskalands Guðjón Helgason skrifar 15. ágúst 2007 19:06 Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið þar sem þeir sátu í tveimur bílum fyrir utan ítalskan veitingastað nærri lestarstöðinni í Duisburg í vesturhluta Þýskalands í nótt. Mennirnir tengjast allir veitingastaðnum. Þegar lögregla kom á vettvang var einn þeirra með lífsmarki en hann lést á leið á sjúkrahús. Heinz Sprenger, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Duisburg segir vitað að þrír úr hópnum hafi búið í Duisburg, einn í Muelheim en tveir komið nýlega frá Ítalíu til Þýskalands í heimsókn. Vitni sá tvo menn hlaupa frá morðstaðnum og þeirra er nú leitað. Fréttir frá Ítalíu herma að mennirnir tengist ´Ndrangheta glæpasamtökunum í Kalabríu á Suður-Ítalíu. Tvær fjölskyldur innan samtakanna hafa barist í sextán ár. Fimmtán morð hafa nú verið framin vegna illdeilunnar sem kennd er við þorpið San Luca þar sem upphaf hennar er að rekja. Friðsamlegt hafði verið milli fjölskyldnanna frá árinu 2000 og þar til á jóladag í fyrra. Þá var Maria Strangio, eiginkona eins höfuðpaursins, myrt. Þá sauð upp úr á ný og annað morð framið í vor. Óttast ítalska lögreglan mafíustríð og hefur alþjóðalögreglan Interpol sent sérfræðinga í mafíunni til Þýskalands til að rannsaka morðin. Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið þar sem þeir sátu í tveimur bílum fyrir utan ítalskan veitingastað nærri lestarstöðinni í Duisburg í vesturhluta Þýskalands í nótt. Mennirnir tengjast allir veitingastaðnum. Þegar lögregla kom á vettvang var einn þeirra með lífsmarki en hann lést á leið á sjúkrahús. Heinz Sprenger, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Duisburg segir vitað að þrír úr hópnum hafi búið í Duisburg, einn í Muelheim en tveir komið nýlega frá Ítalíu til Þýskalands í heimsókn. Vitni sá tvo menn hlaupa frá morðstaðnum og þeirra er nú leitað. Fréttir frá Ítalíu herma að mennirnir tengist ´Ndrangheta glæpasamtökunum í Kalabríu á Suður-Ítalíu. Tvær fjölskyldur innan samtakanna hafa barist í sextán ár. Fimmtán morð hafa nú verið framin vegna illdeilunnar sem kennd er við þorpið San Luca þar sem upphaf hennar er að rekja. Friðsamlegt hafði verið milli fjölskyldnanna frá árinu 2000 og þar til á jóladag í fyrra. Þá var Maria Strangio, eiginkona eins höfuðpaursins, myrt. Þá sauð upp úr á ný og annað morð framið í vor. Óttast ítalska lögreglan mafíustríð og hefur alþjóðalögreglan Interpol sent sérfræðinga í mafíunni til Þýskalands til að rannsaka morðin.
Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira