190 þúsund byssur týndar Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 12:31 Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Um er að ræða 110 þúsund AK-47 árásarriffla og 80 þúsund skammbyssur. Þá hafa einnig 135 þúsund skothelt vesti horfið og 115 þúsund hjálmar. Allur þessi búnaður kemur frá Bandaríkjamönnum og var settur í hendur íraskra öryggissveitar- og lögreglumanna. Það er rannsóknarhópur á vegum Bandaríkjaþings sem greinir frá þessu í nýrri skýrslu en þar segir að bandarísk hermálayfirvöld geti ekki greint frá því hvað orðið hafi um byssurnar. Þau geta aðeins rakið um 30% þeirra vopna sem hafa verið send Írökum síðustu 3 árin. Varnarmálaráðuneytið dregur þessar tölur ekki í efa og segir málið í athugun. Í skýrsllunni segir að vopnum hafi verið útbýtt af handahópi og í flýti og skipulag hafi verið lítið sem ekkert, sér í lagi árin 2004 og 2005. Þá sá David Petraeus, herforingi í Bandaríkjaher, um þjálfun íraskra öryggissveita, en Petraeus stjórnar nú öllum herafla Bandaríkjamanna í Írak. Nú er óttast að vopin séu notuð til að myrða íraska borgara og bandaríska hermenn. Ofan á þessa mun einnig ganga treglega að koma vopnum sem Írakar hafa óskað frá Bandaríkjamönnum í hendur öryggissveita. Rúmlega fjórðungur þess sem pantað hefur verið hafi borist og segir sendiherra Íraka í Bandaríkjunum að það komi í veg fyrir að Írakar sjálfir geti tekið á andspyrnumönnum. Þessar upplýsingar koma fram á versta tíma fyrir Bush Bandaríkjaforseta þar í Washington er nú tekist hart á um árangurinn í Íraksstríðsins. Petraeus og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, munu í næsta mánuði leggja fram skýrslu þar sem þeir meta árangur hertra aðgerða í Írak sem miða að því að binda enda á átök þjóðarbrota og auka möguleikann á fullri sjálfsstjórn Íraka. Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. Um er að ræða 110 þúsund AK-47 árásarriffla og 80 þúsund skammbyssur. Þá hafa einnig 135 þúsund skothelt vesti horfið og 115 þúsund hjálmar. Allur þessi búnaður kemur frá Bandaríkjamönnum og var settur í hendur íraskra öryggissveitar- og lögreglumanna. Það er rannsóknarhópur á vegum Bandaríkjaþings sem greinir frá þessu í nýrri skýrslu en þar segir að bandarísk hermálayfirvöld geti ekki greint frá því hvað orðið hafi um byssurnar. Þau geta aðeins rakið um 30% þeirra vopna sem hafa verið send Írökum síðustu 3 árin. Varnarmálaráðuneytið dregur þessar tölur ekki í efa og segir málið í athugun. Í skýrsllunni segir að vopnum hafi verið útbýtt af handahópi og í flýti og skipulag hafi verið lítið sem ekkert, sér í lagi árin 2004 og 2005. Þá sá David Petraeus, herforingi í Bandaríkjaher, um þjálfun íraskra öryggissveita, en Petraeus stjórnar nú öllum herafla Bandaríkjamanna í Írak. Nú er óttast að vopin séu notuð til að myrða íraska borgara og bandaríska hermenn. Ofan á þessa mun einnig ganga treglega að koma vopnum sem Írakar hafa óskað frá Bandaríkjamönnum í hendur öryggissveita. Rúmlega fjórðungur þess sem pantað hefur verið hafi borist og segir sendiherra Íraka í Bandaríkjunum að það komi í veg fyrir að Írakar sjálfir geti tekið á andspyrnumönnum. Þessar upplýsingar koma fram á versta tíma fyrir Bush Bandaríkjaforseta þar í Washington er nú tekist hart á um árangurinn í Íraksstríðsins. Petraeus og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, munu í næsta mánuði leggja fram skýrslu þar sem þeir meta árangur hertra aðgerða í Írak sem miða að því að binda enda á átök þjóðarbrota og auka möguleikann á fullri sjálfsstjórn Íraka.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira