Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 12:11 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóranum í Dumbrovnik um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. Um fimm hundruð slökkviliðsmenn reyna nú hvað þeir geta til að ná tökum á eldunum og flugvélar meðal annars notaðar til að berjast við þá. Vindasamt er á svæðinu og gerir það slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og því breiðast eldarnir hratt út. Virkar jarðsprengjur frá stríðsátökum á tíunda áratug síðustu aldar hafa einnig hamlað slökkvistarfi og komið í veg fyrir að slökkviliðsmenn komist á sum svæði þar sem eldarnir loga. Dúbrovnik, sem oft er nefnd Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og vinsæll ferðamannastaður. Þar standa enn fjölmargar merkar byggingar frá miðöldum þrátt fyrir að borgin hafi skemmst mikið í átökunum á Balkanskaga. Stór hluti hennar hefur verið endurbyggður. Óttast er að einhverjar merkar byggingar geti orðið eldunum að bráð nái slökkviliðsmenn ekki tökum á þeim hið fyrsta. Dubravka Suica, borgarstjóri, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ferðamenn væru ekki í hættu þar sem eldarnir ógni ekki hverfum við ströndina þar sem flest hótel borgarinnar séu. Mikilir skógareldar, einhverjir þeir verstu í sögunni, hafa logað í Suður-Evrópu í sumar þar sem hvert hitametið hefur verið slegið á fætur öðru. Eldar hafa logað í Albaníu, Búlgaríu, á Grikklandi, Ítalíu, í Makedóníu, Portúgal, á Spáni og í Tyrklandi. Rúmlega þrjú þúsund ferkílómetrar af skóglendi hafa orðið eldum að bráð - meira en allt árið í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóranum í Dumbrovnik um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. Um fimm hundruð slökkviliðsmenn reyna nú hvað þeir geta til að ná tökum á eldunum og flugvélar meðal annars notaðar til að berjast við þá. Vindasamt er á svæðinu og gerir það slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og því breiðast eldarnir hratt út. Virkar jarðsprengjur frá stríðsátökum á tíunda áratug síðustu aldar hafa einnig hamlað slökkvistarfi og komið í veg fyrir að slökkviliðsmenn komist á sum svæði þar sem eldarnir loga. Dúbrovnik, sem oft er nefnd Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og vinsæll ferðamannastaður. Þar standa enn fjölmargar merkar byggingar frá miðöldum þrátt fyrir að borgin hafi skemmst mikið í átökunum á Balkanskaga. Stór hluti hennar hefur verið endurbyggður. Óttast er að einhverjar merkar byggingar geti orðið eldunum að bráð nái slökkviliðsmenn ekki tökum á þeim hið fyrsta. Dubravka Suica, borgarstjóri, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ferðamenn væru ekki í hættu þar sem eldarnir ógni ekki hverfum við ströndina þar sem flest hótel borgarinnar séu. Mikilir skógareldar, einhverjir þeir verstu í sögunni, hafa logað í Suður-Evrópu í sumar þar sem hvert hitametið hefur verið slegið á fætur öðru. Eldar hafa logað í Albaníu, Búlgaríu, á Grikklandi, Ítalíu, í Makedóníu, Portúgal, á Spáni og í Tyrklandi. Rúmlega þrjú þúsund ferkílómetrar af skóglendi hafa orðið eldum að bráð - meira en allt árið í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira