Héðinn Steingrímsson (2470) gerði jafntefli við Sebastian Plischki (2397) í níundu og síðustu umferð alþjóðlega mótsins í Mladá Boleslva í Tékklandi. Með árangrinum tryggði Héðinn sér sinn þriðja og síðasta stórmeistaraáfanga og hefur þegar náð tilskyldum skákstigum.
Héðinn Steingrímsson er því orðinn stórmeistari í skák. Héðinn fékk 7 vinninga á mótinu og var öruggur sigurvegari þess, fékk 1,5 vinningi meira en næsti maður.
Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti