Ítalski golfarinn Allessandro Pissilli hefur verið settur í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Pissilli greindist jákvæður af sterum á Omnium National mótinu þann 29 júní. Pissilli spilar á Ítalska atvinnumannmótaröðinni gæti hlotið allt að tveggja ára keppnibann fyrir þetta.
Heimaklúbburinn hans gaf frá sér tilkynningu um það að hann hafi látið við í lyfjaprófinu að hann væri að taka lyf við vandamálum í blöðruhálskirtli.
Æ meiri þrýstingur er kominn á golfheiminn að hafa handahófskennd lyfjapróf eftir ummæli Gary Players á Opna breska meistaramótinu.