Sýndarveruleikinn færist nær 30. júlí 2007 12:00 Í Second Life-sýndarheiminum hafa margir háskólar komið sér upp sýndarkennslustofum fyrir fjarkennslu, myndlistarmenn hafa haldið sýningar og tónlistarmenn tónleika. Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com. Vísindi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Í Second Life-sýndarheiminum halda tónlistarmenn tónleika, háskólar kenna fjarnemum og fyrirtæki opna reglulega útibú. Notendur eru tæplega tvær milljónir og er heimurinn opinn öllum. Ný netsamfélög myndast á hverjum degi. Hvort sem það eru spjallrásir í kringum sameiginleg áhugamál, viðskiptasamfélög eða hin gríðarstóru leikjasamfélög. Samfélögin eru ótal mörg en eitt þeirra sker sig þó úr marglitum skaranum: Second Life. Second Life er eins konar sýndarheimur með sitt eigið hagkerfi. Við skráningu er búinn til karakter, honum er gefið nafn, útlit valið og svo byrjar fyrsta könnunarferðina um Second Life-heiminn. Hægt er að eiga samskipti við aðra karaktera annað hvort með textaskilaboðum eða beinum samræðum. Hægt er að skoða flesta króka og kima heimsins, sem nú er rúmlega 700 ferkílómetrar að flatarmáli, en þar er að finna nánast allt milli sýndarhimins og jarðar. Það sem meira er þá geta notendur búið til næstum hvað sem er í Second Life-sýndarheiminum. Í handhægu þrívíddarforriti er hægt að búa til allt frá einföldum eldhúsáhöldum upp í flókna hugmyndabíla, listaverk og jafnvel heila næturklúbba. Í raun takmarkast sköpunin einungis við hugmyndaflugið. Til að fá aðgang að „sköpunarhæfileikunum" þarf að borga sem nemur um 600 krónum á mánuði. Með í kaupunum fylgir landsvæði þar sem hægt er að byggja sýndarhús til að geyma sköpunarverkin. Það eru ekki bara einstaklingar sem nýta sér Second Life-heiminn. Fjöldi háskóla eins og Harvard, Háskólinn í New York og Stanford-háskólinn nýta hann til fjarkennslu. Þá ganga nemendur inn í lokaða sýndarveruleikaskólastofu, hlusta á kennarann og taka niður glósur. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig sprottið upp í Second Life þar sem verslað er með svokallaða Lindendollara, en Linden Research Inc. á veg og vanda að Second Life-heiminum. Linden-dollara er hægt að nota til að kaupa nær hvað sem er í sýndarheiminn, hluti, hús og landareignir og einnig bandaríska dollara. Öfugt við til dæmis marga leikjaframleiðendur hvetja talsmenn Linden til þess að verslað sé með Linden-dollara eins og hverja aðra vöru. Fjölmargar netverslanir bjóða upp á skipti á bandarískum dollurum og Linden-dollurum og sveiflast gengi Linden-dollarans til og frá líkt og gengi annarra gjaldmiðla. Algjör sprenging varð á fjölda notenda Second Life árið 2006. Þá breyttist skráningarkerfið og ekki þurfti lengur að gefa upp gilt símanúmer eða kreditkortanúmer til að geta búið til karakter. Skráðar eru rúmlega átta milljónir karaktera en þar sem hver notandi getur verið með fleiri en einn karakter og margir karakterar eru óvirkir er rétt tala virkra notenda líkast til á bilinu 1,5 til 2 milljónir. Vefslóð Second Life er www.secondlife.com.
Vísindi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“