Rússnesk yfirvöld ætla byrja að nota gervitungl til að koma upp um skógarhöggsmenn við iðju sína í skógum Síberíu. Skógarnir eru friðaðir samkvæmt rússneskum lögum. Þeir eru ævafornir og ná yfir gríðarstórt landsvæði. Skógarnir eru stundum kallaðir Grænu lungu jarðar, vegna þess hve drjúgan þátt þeir eiga í að binda koltvístring í andrúmslofti jarðar.
Ólöglegt skógarhögg hefur engu að síður aukist í Síberíu undanfarin ár. Miljónir trjáa hafa verið feld síðan Sovétríkin féllu árið 1991. Flestur efniviðurinn er seldur til Kína.
Samkvæmt tilkynningu frá náttúruauðlindaráðuneyti Rússland verða gervitunglin tekin í gagnið í janúar á næsta ári og eftirlitið með skógunum hert til muna.