Launagreiðslur Brownes frystar 9. júlí 2007 10:00 John Browne, fyrrum forstjóri BP. Mynd/AFP Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. Hluthafarnir segja olíuleka hjá fyrirtækinu við Prudhoe-flóa í Alaska og sprengingu við olíuhreinsunarstöð í Texas árið 2005 hafa valdið því að gengi bréfa þeirra í fyrirtækinu hefur lækkað mikið í verði. Málshöfuðunin nær til 39 stjórnenda hjá BP. Lögmaður hluthafanna segir í samstali við fréttaveitu Bloomberg að stjórnendurnir sem hafi þegar látið af störfum hafi sloppið vel undan málinu. Talsmaður BP segir hins vegar að ákvörðunin sé hefðbundin þegar málarekstur sem þessi fer af stað. Þetta þykja ekki góðar fregnir fyrir Lord Browne, sem hætti störfum vegna hneykslismáls er varðar einkalíf hans í maí síðastliðnum. Samhliða uppsögninni gaf hann frá sér aukagreiðslur upp á 15,4 milljónir punda, tæpa tvo milljarða íslenskra króna, og kaupréttarsamning. Þá átti hann sömuleiðis að fá jafnvirði rúmra 180 milljóna króna á yfirstandandi fjárhagsári í starfslokagreiðslur. Ekki er útlit í bili að af því verði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. Hluthafarnir segja olíuleka hjá fyrirtækinu við Prudhoe-flóa í Alaska og sprengingu við olíuhreinsunarstöð í Texas árið 2005 hafa valdið því að gengi bréfa þeirra í fyrirtækinu hefur lækkað mikið í verði. Málshöfuðunin nær til 39 stjórnenda hjá BP. Lögmaður hluthafanna segir í samstali við fréttaveitu Bloomberg að stjórnendurnir sem hafi þegar látið af störfum hafi sloppið vel undan málinu. Talsmaður BP segir hins vegar að ákvörðunin sé hefðbundin þegar málarekstur sem þessi fer af stað. Þetta þykja ekki góðar fregnir fyrir Lord Browne, sem hætti störfum vegna hneykslismáls er varðar einkalíf hans í maí síðastliðnum. Samhliða uppsögninni gaf hann frá sér aukagreiðslur upp á 15,4 milljónir punda, tæpa tvo milljarða íslenskra króna, og kaupréttarsamning. Þá átti hann sömuleiðis að fá jafnvirði rúmra 180 milljóna króna á yfirstandandi fjárhagsári í starfslokagreiðslur. Ekki er útlit í bili að af því verði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira