PlayStation 3 lækkar í verði 9. júlí 2007 09:16 PlayStation 3 leikjatölva. Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur. Breska ríkisútvarpið bendir á að leikjatölvan frá Microsoft, Xbox 360, sé einungis 20 dölum ódýrari en PS3 leikjatölvan. Báðar tölvurnar eru hins vegar tvöfalt dýrari en Wii-leikjatölvan frá Nintendo, sem hefur átt miklum vinsældum að fagna. Nintendo seldi 1,78 milljón leikjatölvur í Japan á fyrstu sex mánuðum árs. Sony hefur seldi á sama tíma rétt rúmlega hálfa milljón leikjatölva en Microsoft rúmlega 122 þúsund tölvur. Aðra sögu er hins vegar að segja á bandaríska leikjatölvumarkaðnum en þar ber Nintendo höfuð og herðar yfir hina keppinautana tvo. Erlent Fréttir Leikjavísir Tækni Viðskipti Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið
Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur. Breska ríkisútvarpið bendir á að leikjatölvan frá Microsoft, Xbox 360, sé einungis 20 dölum ódýrari en PS3 leikjatölvan. Báðar tölvurnar eru hins vegar tvöfalt dýrari en Wii-leikjatölvan frá Nintendo, sem hefur átt miklum vinsældum að fagna. Nintendo seldi 1,78 milljón leikjatölvur í Japan á fyrstu sex mánuðum árs. Sony hefur seldi á sama tíma rétt rúmlega hálfa milljón leikjatölva en Microsoft rúmlega 122 þúsund tölvur. Aðra sögu er hins vegar að segja á bandaríska leikjatölvumarkaðnum en þar ber Nintendo höfuð og herðar yfir hina keppinautana tvo.
Erlent Fréttir Leikjavísir Tækni Viðskipti Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið