Fimm í röð hjá Federer 8. júlí 2007 18:12 Federer brosti í gegn um tárin í dag AFP Tenniskappinn Roger Federer frá Sviss stimplaði nafn sitt enn frekar í sögubækurnar í dag þegar hann vann sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu eftir æsilegan og dramatískan úrslitaleik gegn Rafael Nadal. Federer jafnaði þar með árangur Björns Borg frá áttunda áratugnum. Federer vann úrslitaleikinn 7-6 4-6 7-6 2-6 og 6-2 og börðust þessir tveir bestu tennisleikarar heims í þrjár klukkustundir og 45 mínútur í stórkostlegum tennisleik í Lundúnum. Federer virtist vera með leikinn í hendi sér eftir að vinna sigur í fyrsta settinu, en sá spænski barðist til baka í tvígang og knúði fram oddasett. Federer féll á kné eftir sigurinn þar sem ljóst var að hann hefði jafnað stórkostlegan árangur Björns Borg frá árunum 1976-80, en Björn var einmitt á meðal áhorfenda í dag. Áhorfendur á mótinu risu úr sætum og hylltu báða spilara í lokin og Nadal gaf Federer eins góða keppni og hann hefur fengið á leið sinni til sigurs á þessum fimm árum. "Hver einasti sigur á þessu móti hefur verið mjög sérstakur fyrir mig, en að spila við mann eins og Nadal og ná að jafna met Björns er alveg einstakt," sagði Federer sem táraðist eftir átökin. "Nadal er frábær spilari og á eftir að verða á toppnum í mörg ár, svo ég nýt þess í hvert skipti sem ég næ að vinna hann núna - því hann á eftir að vinna alla leiki sem hann spilar einn daginn. Þetta var gríðarlega jafn leikur en ég hafði heppnina með mér í dag," sagði Federer. Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan og sjáðu stærri myndir frá viðureigninni í dag, sem sýnd var beint á Sýn í fyrsta skipti í ár. AFPAFPAFPAFPNordicPhotos/GettyImages Erlendar Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Sjá meira
Tenniskappinn Roger Federer frá Sviss stimplaði nafn sitt enn frekar í sögubækurnar í dag þegar hann vann sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu eftir æsilegan og dramatískan úrslitaleik gegn Rafael Nadal. Federer jafnaði þar með árangur Björns Borg frá áttunda áratugnum. Federer vann úrslitaleikinn 7-6 4-6 7-6 2-6 og 6-2 og börðust þessir tveir bestu tennisleikarar heims í þrjár klukkustundir og 45 mínútur í stórkostlegum tennisleik í Lundúnum. Federer virtist vera með leikinn í hendi sér eftir að vinna sigur í fyrsta settinu, en sá spænski barðist til baka í tvígang og knúði fram oddasett. Federer féll á kné eftir sigurinn þar sem ljóst var að hann hefði jafnað stórkostlegan árangur Björns Borg frá árunum 1976-80, en Björn var einmitt á meðal áhorfenda í dag. Áhorfendur á mótinu risu úr sætum og hylltu báða spilara í lokin og Nadal gaf Federer eins góða keppni og hann hefur fengið á leið sinni til sigurs á þessum fimm árum. "Hver einasti sigur á þessu móti hefur verið mjög sérstakur fyrir mig, en að spila við mann eins og Nadal og ná að jafna met Björns er alveg einstakt," sagði Federer sem táraðist eftir átökin. "Nadal er frábær spilari og á eftir að verða á toppnum í mörg ár, svo ég nýt þess í hvert skipti sem ég næ að vinna hann núna - því hann á eftir að vinna alla leiki sem hann spilar einn daginn. Þetta var gríðarlega jafn leikur en ég hafði heppnina með mér í dag," sagði Federer. Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan og sjáðu stærri myndir frá viðureigninni í dag, sem sýnd var beint á Sýn í fyrsta skipti í ár. AFPAFPAFPAFPNordicPhotos/GettyImages
Erlendar Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Sjá meira