Hrökklaðist úr embætti Guðjón Helgason skrifar 3. júlí 2007 19:27 Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar. Fumio Kyuma, fyrrverandi varnarmálaráðherra Japans, lét þessi óheppilegu ummæli falla í rædu í Chiba nærri Tokyo fyrir skömmu. hann er þingmaður fyrir Nagasaki í neðri deild þingsins. Hann sagði árásina hafa valdið miklum þjáningum í borginni en ef ekki hefði orðið af henni hefðu Japanar án efa haldið áfram baráttu sinni og líkast til tapað stærra landsvæði í hendur Sovétmanna sem réðust inní Manchúríu daginn sem sprengjunni var varpað á Nagasaki. Ummæli Kyumas endurspegla sívarandi sögulega deilu um hvort nauðsynlegt hafi verið að varpa kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki líkt og Bandaríkjamenn hafi haldið. Árásir sem kostuðu rúmlega tvö hundruð þúsund borgara lífið. Stjórnarandstöðuþingmenn og þeir sem lifðu árásirnar af hafa gagnrýnt Kyuma harðlega síðustu daga og það var svo í dag sem tilkynnt var um afsögn hans. Eitthvað sem flestir Japanar töldu óumflýjanlegt. Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, nú þegar stutt er til þingkosninga sem haldnar verða í lok mánaðarins. Abe segist bera ábyrgð á því að hafa skipað Kyumas í ráðherraembættið. Abe sagðist hins vegar hafa mikilvægu verkefni að gegna og bera að tryggja umbætur í Japan. Með þetta mál að baki ætli hann ótrauður að halda því áfram. Hvort þessi orð duga til að draga úr fylgishruni flokks og ríkisstjórnar skal ósagt látið. Stuðningur mælist nú innan við 30% Erlent Fréttir Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar. Fumio Kyuma, fyrrverandi varnarmálaráðherra Japans, lét þessi óheppilegu ummæli falla í rædu í Chiba nærri Tokyo fyrir skömmu. hann er þingmaður fyrir Nagasaki í neðri deild þingsins. Hann sagði árásina hafa valdið miklum þjáningum í borginni en ef ekki hefði orðið af henni hefðu Japanar án efa haldið áfram baráttu sinni og líkast til tapað stærra landsvæði í hendur Sovétmanna sem réðust inní Manchúríu daginn sem sprengjunni var varpað á Nagasaki. Ummæli Kyumas endurspegla sívarandi sögulega deilu um hvort nauðsynlegt hafi verið að varpa kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki líkt og Bandaríkjamenn hafi haldið. Árásir sem kostuðu rúmlega tvö hundruð þúsund borgara lífið. Stjórnarandstöðuþingmenn og þeir sem lifðu árásirnar af hafa gagnrýnt Kyuma harðlega síðustu daga og það var svo í dag sem tilkynnt var um afsögn hans. Eitthvað sem flestir Japanar töldu óumflýjanlegt. Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, nú þegar stutt er til þingkosninga sem haldnar verða í lok mánaðarins. Abe segist bera ábyrgð á því að hafa skipað Kyumas í ráðherraembættið. Abe sagðist hins vegar hafa mikilvægu verkefni að gegna og bera að tryggja umbætur í Japan. Með þetta mál að baki ætli hann ótrauður að halda því áfram. Hvort þessi orð duga til að draga úr fylgishruni flokks og ríkisstjórnar skal ósagt látið. Stuðningur mælist nú innan við 30%
Erlent Fréttir Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira