Hrökklaðist úr embætti Guðjón Helgason skrifar 3. júlí 2007 19:27 Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar. Fumio Kyuma, fyrrverandi varnarmálaráðherra Japans, lét þessi óheppilegu ummæli falla í rædu í Chiba nærri Tokyo fyrir skömmu. hann er þingmaður fyrir Nagasaki í neðri deild þingsins. Hann sagði árásina hafa valdið miklum þjáningum í borginni en ef ekki hefði orðið af henni hefðu Japanar án efa haldið áfram baráttu sinni og líkast til tapað stærra landsvæði í hendur Sovétmanna sem réðust inní Manchúríu daginn sem sprengjunni var varpað á Nagasaki. Ummæli Kyumas endurspegla sívarandi sögulega deilu um hvort nauðsynlegt hafi verið að varpa kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki líkt og Bandaríkjamenn hafi haldið. Árásir sem kostuðu rúmlega tvö hundruð þúsund borgara lífið. Stjórnarandstöðuþingmenn og þeir sem lifðu árásirnar af hafa gagnrýnt Kyuma harðlega síðustu daga og það var svo í dag sem tilkynnt var um afsögn hans. Eitthvað sem flestir Japanar töldu óumflýjanlegt. Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, nú þegar stutt er til þingkosninga sem haldnar verða í lok mánaðarins. Abe segist bera ábyrgð á því að hafa skipað Kyumas í ráðherraembættið. Abe sagðist hins vegar hafa mikilvægu verkefni að gegna og bera að tryggja umbætur í Japan. Með þetta mál að baki ætli hann ótrauður að halda því áfram. Hvort þessi orð duga til að draga úr fylgishruni flokks og ríkisstjórnar skal ósagt látið. Stuðningur mælist nú innan við 30% Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar. Fumio Kyuma, fyrrverandi varnarmálaráðherra Japans, lét þessi óheppilegu ummæli falla í rædu í Chiba nærri Tokyo fyrir skömmu. hann er þingmaður fyrir Nagasaki í neðri deild þingsins. Hann sagði árásina hafa valdið miklum þjáningum í borginni en ef ekki hefði orðið af henni hefðu Japanar án efa haldið áfram baráttu sinni og líkast til tapað stærra landsvæði í hendur Sovétmanna sem réðust inní Manchúríu daginn sem sprengjunni var varpað á Nagasaki. Ummæli Kyumas endurspegla sívarandi sögulega deilu um hvort nauðsynlegt hafi verið að varpa kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki líkt og Bandaríkjamenn hafi haldið. Árásir sem kostuðu rúmlega tvö hundruð þúsund borgara lífið. Stjórnarandstöðuþingmenn og þeir sem lifðu árásirnar af hafa gagnrýnt Kyuma harðlega síðustu daga og það var svo í dag sem tilkynnt var um afsögn hans. Eitthvað sem flestir Japanar töldu óumflýjanlegt. Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, nú þegar stutt er til þingkosninga sem haldnar verða í lok mánaðarins. Abe segist bera ábyrgð á því að hafa skipað Kyumas í ráðherraembættið. Abe sagðist hins vegar hafa mikilvægu verkefni að gegna og bera að tryggja umbætur í Japan. Með þetta mál að baki ætli hann ótrauður að halda því áfram. Hvort þessi orð duga til að draga úr fylgishruni flokks og ríkisstjórnar skal ósagt látið. Stuðningur mælist nú innan við 30%
Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira