Vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 1. júlí 2007 19:24 Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur. Erlent Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur.
Erlent Fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira