Vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 1. júlí 2007 19:24 Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur. Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur.
Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira