Bréf Blackstone hækka um 30 prósent 22. júní 2007 14:11 Stephen Schwarzman, annar af stofnendum bandaríska fjárfestingasjóðsins Blackstone Group. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. Útboðsgengi bréfa í fjárfestingasjóðnum var 31 dalur á hlut en fór hæst í 45 dali á hlut, sem jafngildir um 45 prósenta hækkun á gengi bréfanna. Það lækkaði nokkuð skömmu síðar og stendur í og við 40 dölum. Hækkunin er engu að síður rífleg, níu dalir sem jafngildir tæplega 30 prósenta hækkun. Hluti fjárhæðarinnar sem safnaðist í útboðinu verður notað í frekari fyrirtækjakaupum auk þess sem stofnendur sjóðsins, Stephen Schwarzman og Peter G. Peterson, fá saman 2,33 milljarða dali, jafnvirði 145,6 milljarða íslenskra króna. Þeir stofnuðu sjóðinn eftir að þeir yfirgáfu saman fjárfestingabankann Lehman Brothers árið 1985 með 400.000 dali í vasanum. Blackstone Group er í dag eitt af stærstu fjárfestingafélögum í heimi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. Útboðsgengi bréfa í fjárfestingasjóðnum var 31 dalur á hlut en fór hæst í 45 dali á hlut, sem jafngildir um 45 prósenta hækkun á gengi bréfanna. Það lækkaði nokkuð skömmu síðar og stendur í og við 40 dölum. Hækkunin er engu að síður rífleg, níu dalir sem jafngildir tæplega 30 prósenta hækkun. Hluti fjárhæðarinnar sem safnaðist í útboðinu verður notað í frekari fyrirtækjakaupum auk þess sem stofnendur sjóðsins, Stephen Schwarzman og Peter G. Peterson, fá saman 2,33 milljarða dali, jafnvirði 145,6 milljarða íslenskra króna. Þeir stofnuðu sjóðinn eftir að þeir yfirgáfu saman fjárfestingabankann Lehman Brothers árið 1985 með 400.000 dali í vasanum. Blackstone Group er í dag eitt af stærstu fjárfestingafélögum í heimi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira